Langt síðan ég gafst upp á kortum við að keyra um Evrópu og fór að biðja um leiðsögukerfi í bílaleigubílana sem ég tók. Það sem fyllti mælinn var að eyða tæpum 3 tímum að reyna að finna ákveðinn sveitaveg í föstudagstraffík í Salzburg

Ótrúlegt hvað stressið minnkar mikið við að hafa þetta auk þess að geta ekið beint á hótel/gistihús, bensínstöðvar, bílastæðahús o.fl. án þess að þurfa að finna út úr einhverju korti um leið.
Svo lét ég verða af því að kaupa mér GPS móttakara fyrir lófatölvuna í sumar og þá er setupið svona:
- Ipaq lófatölva
- GPS móttakari (er bæði bluetooth og compact flash)
- TomTom Navigator leiðsöguhugbúnaður
Ég reyndar ekki búinn að testa þetta alveg nógu mikið en þetta reyndist mjög vel um daginn þegar við keyrðum frá Þýskalandi til Austurríkis og N-Ítalíu svo ég var mjög sáttur eftir það. Mæli alla vega með því að menn skoði þennan kost því það er náttúrulega hægt að nýta lófatölvuna í fleira (t.d. spila mp3 yfir þráðlausan FM sendi og vera með GPS travel guide á henni fyrir borgarröltið

). Auðvelt líka að flytja þetta milli bíla.