Þar sem ég nú með fullkomnunaráráttu á slæmi stigi þá var ég ekkert voða sáttur við að geta ekki náð að þrífa undir plötunnu í ventlalokinu.
Hún er að vísu hnoðuð við ventlalokið en það breytti engu, ég náði einhvernveginn að rífa hanan af og það var svo gígangísk drulla og viðbjóður
að ég held að vélin hafi ekki náð að anda nokkurn skapaðan hlut. Til þess að koma plötunni á aftur þá þjalaði ég bara hnoðhólanna niður,
boraði, snittaðið, smíðaði nýja plötu (gamla fór öll í keng) og skrúfaði hana á. Þannig nú er ég kominn með ventlalok sem er ekkert mál að
hreinsa öndunina og get verið alveg viss um að ekkert vatn eða hreinsiefni sé eftir undir plötunni.
Að öðru,
Ég mæli með polihúðun ef peningar eru ekkert vandamál. Ég ætlaði að láta þá í Kópavogi polihúða fyrir mig nokkra hluti en hætti við þegar þeir
sögðu að startgjaldið væri rúmmur 5 þús. kall. Þannig að ég ætla bara að bíða með þetta þangað til allir hlutirnir sem ég ætla að láta mála eru
tilbúnir fyrir það. Ekki fara margar ferðir og borga alltaf þetta startgjald.