ef lásinn er réttur og snýr rétt er loft á kerfinu.
það hefur ekkert með kæligetuna að gera hvort sé 100% vatn eða 100% frostlögur á kerfinu en þú ættir samt að setja 50/50 (oftast ráðlagt) því það hefur mikið meira með bæði frostþol og tæringarvörn (pH-sýrustig) að gera en kæligetu sem slíka.
það eru svona milljón þræðir um afloftun á BMW á netinu svo ég leyfi þér bara að gúgla

reyndar eitt smáatriði sem mér finnst fara lítið fyrir en það er vatnskassalokið en á flestum "betri" kerfum er einhver yfirþrýstingur (til að halda suðumarki kælivökvans háu, yfir 100°C) og ef bara pakkningin með lokinu lekur heldur lokið ekki lengur tilætluðum þrýstingi (ca 1,1 - 2bar) og þá nær vökvinn að sjóða, loftbólurnar leiða varma mjög takmarkað og hitaskemmdir verða oftast í heddi (efsta stað þar sem loftbólurnar myndast/festast).