bimmer wrote:
Fatandre wrote:
Það er það sem ég hef náð að lesa mig um. Kannksi gott ef þú gætir útskýrt þetta fyrir mig þar sem þú hefur vitneskjum um þetta
PS. John er frekar mjög vel þekktur og hans Sc er mjög freistandi
GST er reyndar rétti aðilinn til að halda fyrirlestur um þetta.
Hins vegar eru turbo að búa til meira tog yfir snúningssviðið og því að
setja meira load á mótorinn.
Álag er kannski álitamál, sumum finnst að revva hátt vera mikið álag, öðrum finnst fullt af tog/cylinder þrýsting vera mikið álag.
Við getum sagt að ef olíufilman helst alltstaðar í vélinni með auknum cylinder þrýsting þá er "álagið" ekki svo mikið þar sem að það er bara verið að auka compression á stimpla og stangir og sveifarás. Dót sem á að þola planað álag. Ef maður væri t.d að blása beint ofan á S50 stangir þá væri það of mikið álag, þær þola ekki svo mikinn þrýsting.
Ef legu clearance er þröngt þá þarf ekki það mikið meiri þrýsting til að ýta olíunni frá svo að stimpilstöngin snerti sveifarásinn. Þess vegna
í vélum með mikinn cylinder þrýsting þarf meira clearance og sterkari dælu til að viðhalda olíu demparanum.
Vélinni er alveg sama hvort það sé supercharger eða túrbo sem blæs ofan í hana.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
