Addi wrote:
Veit einhver til þess að nýjir Bimmar séu stundum hækkaðir upp hjá B&L??? Málið er að ég fékk mér E46 í sumar, og mér sýnist eins og það sé 1-1,5 tommu upphækkun við festingarnar á dempurunum. Maður hefur heyrt að menn séu að hækka fólksbíla lítilega þannig að þeir séu betri í vetrarakstri (sem er algjört rugl að mínu mati). Kannast einhver við þetta? Það er nebblea mjög freistandi að kippa þessu í burtu og lækka bílinn aðeins.
Ég tók eftir þessu á E46 sem komst í eigu fjölskyldu minnar nú fyrr í
sumar. Mér sýndist þetta vera einmitt upphækkun, svipað og fólk treður
í Golfa í tíma og ótíma. Ég ætla einmitt að láta rífa þetta úr, svo þarf
trúlega að hjólastilla á eftir.