Sælir,
Núna í gærkvöldi hætti 1,2,3 og Dið að virka hjá mér en ég náði að dratta honum í stæði í bakkgírnum, Er skiptingin ekki bara nokkurnveginn farin ? Og á þá ekki eftir að kosta einhverja miljarða að taka hana upp og laga ? Borgar sig jafnvel að fá aðra notaða bara?
Edit:
núna var einhver að ljúga því að mér að þetta gæti verið Forward Clutch? í skiptingunni, Þetta lýsir sér bara þannig að það er bara hægt að bakka bílnum en hann grípur ekkert í áfram gírunum.
Ég var að spá hvort að þessi kúpling(ar?) væru eitthvað seldar sér og hvort það væri eitthvað vit í að skipta um það eitt og sér eða bara skipta um eða taka algjörlega upp ?
Ps. Bíllinn getur selst í núverandi ástandi nokkuð ódýrt

Áhugasamir geta skotið tilboðum á mig.