bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 11:02

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 
Author Message
PostPosted: Mon 09. May 2005 18:53 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Wed 11. Jun 2003 00:53
Posts: 764
Ég rakst á klausu um þetta sem, að mig minnir Gunnar eða Stefán úr Keflavík hafi skrifað. En ég finn hana bara ekki með neinu móti.

Ég er að velta fyrir mér hversu mikið mál það yrði að setja 5gíra kassa í 740 bílinn minn. Ég veit um M60 kassa í þýskalandi sem ég get komið hingað fyrir um 50þús, en þá vantar mig nú sitthvað fleira...

Hefur einhver gert þetta hér? Og haldiði að það sé óðs manns æði að breyta 740 í beinskiptan, það yrði allavega mjöööög skemmtilegt ef þetta er gerandi??? Any advise??

_________________
"I have not taken any drugs ore anything for a whole week now!" -Oh really? "Yeah, and feel so good I wanna get high!"
-Cheech&Chong

BMW E60 525i xDrive 2008


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 09. May 2005 20:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
Flettu niður í eftirfarandi síðu, þar er eitthvað um svona:
http://www.unixnerd.demon.co.uk/modify.html

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 09. May 2005 20:25 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Það er vissulega einhver vinna að gera svona breytingu en sjálfskipt -> beinskipt er af mörgum talið auðveldara en öfugt!

Það sem þarf að skipta um er (a.m.k) eftifarandi:
Gírkassi, svinghjól, kúpling, og allar legur og slíkt (throwout bearing, etc), og clutch slave cylinder þarf að bæta við (gæti vel verið að þú fengir hann með kassanum).
Ég er ekki viss með lengdina á þessum tilteknu gírkössum (og skiptingum)
en í mjög mörgum tilfellum þarf einnig að skipta um drifskaft til að mæta
breyttri lengd gírkassans.

Að sjálfsögðu þarf að koma fyrir kúplingspedal, og þá er skipt um bremsupedal í leiðinni.
Ég tel nokkuð öruggt að það þurfi að skipta um master cylinder, þar sem
að kúplingin notar vökva af honum.

Sjálfskiptingartölvuna ætti að vera hægt að taka bara úr sambandi, og
líklega þarf að jarðtengja einhvern vír (sem segir bílnum að hann sé í P/N)
svo hægt sé að starta honum.
Þetta hefur án efa OFT verið gert, núna t.d. af honum Sæma í 645i projectinu, svo ég trúi ekki öðru en að þú getir leitað þér ráða auðveldlega!

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 09. May 2005 21:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Ég hef gert svona í 520i e34 m20, þetta er voðalega auðvelt ef maður er með allt sem þarf, aðeins meira en að skipta um kúpplingu.
í e34 þá er bara úttak fyrir bremsuvökva á forðabúrinu og nóg að skera á það og setja slönguna upp á það. Semsagt sama partanúmer á forðabúrunum. Segja svo sjálfskiptitölvunni að hún sé alltaf í P/N eins og Gunni nefnir. Skipti svo um allt draslið með fótstigunum á, bremsupedallinn er stærri í sjálfskiptum, annað lengra drifskaft. Gúmmí í öllum götum í eldveggnum.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 09. May 2005 21:28 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Bjarki wrote:
Segja svo sjálfskiptitölvunni að hún sé alltaf í P/N eins og Gunni nefnir.


:?

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 09. May 2005 22:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
arnib wrote:
Bjarki wrote:
Segja svo sjálfskiptitölvunni að hún sé alltaf í P/N eins og Gunni nefnir.


:?


afsakið árni :oops:

Las bara:

Quote:
Ég rakst á klausu um þetta sem, að mig minnir Gunnar eða Stefán úr Keflavík hafi skrifað.


og mundi eftir því og þar var það gunni sem skrifaði!!

Ég er í prófum og bæði þú og gunni eruð búnir að hringja í mig í dag þannig þetta er afsakanlegt...... :roll:

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 20 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group