bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

///M3 Update bls 8 (CLUTCH STOP)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=9824
Page 1 of 9

Author:  ///Matti [ Mon 28. Mar 2005 20:09 ]
Post subject:  ///M3 Update bls 8 (CLUTCH STOP)

Nokkrar myndir sem ég tók í dag... :wink:
Þetta er E36 ///M3.(hardtop)
3ja lítra,
286 hestöfl,
320 nm tog,
K&N loftsíukit,
18'' M5 replica felgur,
Læst drif,
Beinskiptur,
Rafmagn í rúðum,
Hiti í sætum,
Armpúði,
OBC,
Leðurinrétting,
Bakkskynjarar,


Framtíðarplön:
Samlita lista,
Clifford þjófavörn,
Reyklitar filmur,
Angel eys,
(somday turbo) 8)

Cardomain=http://www.cardomain.com/id/zyklon_b

Image
Image

Author:  IceDev [ Mon 28. Mar 2005 20:12 ]
Post subject: 

Fallegur bíll

Synd samt að vera ekki með blæjuna núna þar sem að oft er ágætis tækifæri til að dúndra henni niður...held að það sé annars kominn tími til að leggja hardtoppnum í smá :P

Flottur bíll og er Blæju M3 e36 hátt í mínum "wanted" lista

Author:  ///Matti [ Mon 28. Mar 2005 20:17 ]
Post subject: 

Quote:
Synd samt að vera ekki með blæjuna núna

?Hvað áttu við?

Author:  Kristjan [ Mon 28. Mar 2005 20:18 ]
Post subject: 

Glæsilegur bíll. Hefurðu hugsað þér að taka þátt í götumílunni á bíladögum, núna þegar Z3 M Roadsterinn er úr sögunni þá verður hart barist um sigur í 6 cyl flokki. 8)

Author:  IceDev [ Mon 28. Mar 2005 20:31 ]
Post subject: 

Þú ert með hardtoppinn á...þá er að öllum líkindum erfiðara að vera með blæjuna uppi eða niðri býst ég við?

Author:  Jökull [ Mon 28. Mar 2005 20:42 ]
Post subject: 

Allveg hreint glæsilegur og fallegur litur :loveit: En plís taktu þessa petala burt.

Author:  ///Matti [ Mon 28. Mar 2005 20:50 ]
Post subject: 

Quote:
En plís taktu þessa petala burt.

það er planið..
Quote:
núna þegar Z3 M Roadsterinn er úr sögunni

Afhverju er hann úr sögunni?

Author:  zazou [ Mon 28. Mar 2005 20:53 ]
Post subject: 

Þetta kallar maður almennilegan bíl :)

Author:  fart [ Mon 28. Mar 2005 20:59 ]
Post subject: 

Glæsilegur bíll, en ég fíla ekki pústcofigurationið.. finnst það pínu klúðurslegt.

Author:  Raggi M5 [ Mon 28. Mar 2005 21:17 ]
Post subject: 

Ávallt glæsilegur bíll, eeennn burt með petalana og pældu aðeins í því hvað fart sagði, það er aðeins til í því. Það er flottara að sjá bara orginal tvöfallt öðru megin, allavega að mínu mati. En engu að síður svakalegur bíll, til hamingu :wink:

Author:  Schnitzerinn [ Mon 28. Mar 2005 21:17 ]
Post subject: 

///Matti wrote:
Quote:
núna þegar Z3 M Roadsterinn er úr sögunni

Afhverju er hann úr sögunni?


Hann er í mauki :D http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=9344


En geggjaður bíll sem þú átt 8) Congrats !

Author:  ///Matti [ Mon 28. Mar 2005 21:29 ]
Post subject: 

Er svo bara grái roadsterinn og búið eða eru fleiri á klakanum?

Author:  Svezel [ Mon 28. Mar 2005 21:31 ]
Post subject: 

Það var lagið! Glæsilegur bíll 8)

Það er einn grár m-roadster og einn blár m-coupe

Author:  Spiderman [ Mon 28. Mar 2005 21:52 ]
Post subject: 

Glæsilegur bíll en losaðu við þessa viðbjóðslegu pedala, ég held að það sé alveg að fara koma tími á að hardtoppurinn fái að fjúka fyrir blæjunni :!:

Ég ætla samt að bíða í svona 2 vikur í viðbót 8) Ég vorkenndi svo manninum sem var greinilega að kaupa sér Z3 og rúntaði allan daginn í gær með blæjuna niðri :D Hann er eflaust með kvef í dag en hvað gera menn ekki fyrir kúlið :wink:

Author:  oskard [ Mon 28. Mar 2005 21:52 ]
Post subject: 

Spiderman wrote:
Er það bara ég eða erum við að tala um stærsta avatar í sögu sjallborða :?:


ég held það bara oooog ég er búinn að henda honum ;)

Page 1 of 9 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/