bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 10. Jul 2020 07:48

All times are UTC
Post new topic Reply to topic  [ 16 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Nýji bílinn e28
PostPosted: Mon 05. Oct 2015 00:21 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 27. Sep 2015 02:27
Posts: 6
Sæl öllsömul, ég var að fjárfesta mér í einum e28, 1988mdl 518i. þessi bíll hefur alltaf verið í eyjum og aðeins einn eigandi :!: en hann hefur átt betri daga bæði body og vélarlega séð. greyið er aðeins keyrt 109.XXXkm og sést ekki á honum að innan :thup:
Planið er að reyna að bjarga honum og jafnvel seinna með að skipta um hjartað :)
Reyndi að taka einhverjar myndir af bílun en minniskortið í símanum var ekki alveg að standa sig og voru meiri hluturinn af þeim ónýtar, en set samt eitthvað smá inn :arrow:
Bílinn er búinn að vera nánast óhreyfður í 5ár eða svo, og held ég að ég hafi verið síðasti maður til að keyra hann fyrir tæpum 3 árum síðan. Hann er bara búinn að standa úti á götu og er þessvegna kominn með nokkra súkkulaði-bletti :aww:, vinstri hliðin(Bílstjóra) er verst farinn enda séri hún út að götu og þarf að skipta um "síls, frammbretti, bílstjóra hurð og eitthvað inní gólf hjá bílstjóra" svo eru nokkur göt her og þar t.d. ofaní húddinu og á aftur stuðaranum, og já sóllugan er líka mjög illa farinn. Ég er búinn að koma honum fyrir inni skúr og verður hann þar þangað til að ég fer eitthvað að brasa í honum.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

En s.s vélarbiluninn er svo hljóðandi: vélinn fer í gang og gengur í einhvern smá tíma (2-5min) og drepur hún þá á sér, hann er búinn að vera á verkstæði og þá var skipt um eftirfarandi: Vélartölva, bensínsía, bensíndæla, loftflæði skynjara, bensín jafnara og hreynsað allar jarð tengingar, ég fór að fikta eitthvað í honum nuna um helgina og þá sá ég það að altenatorinn var ekki að hlaða og er ég búinn að rífa hann úr og er að fara með hann í skoðun.

all-over er ég bara mjög sáttur með "nýja" kaggan og ætla ég mér að reyna að bjarga þessu litla greyi
P.S. allar hugmyndir um hvað getur verið að vélinni eru vel þegnar :)

_________________
1987 518i E28 <3 [V-644] (Drift-Project)
1986 520iA E28 [V-2]
Ford Ranger 00'
Honda Crf 250 07'


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nýji bílinn e28
PostPosted: Mon 05. Oct 2015 10:24 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sat 28. Jul 2007 14:28
Posts: 5509
Location: 108 Reykjavík
Til lukku með þennan, verður gaman að fylgjast með uppgerðinni :thup:

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!

Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.

1994 BMW E36 332i sedan
1991 Chevrolet Camaro Z28
1982 Toyota Carina A60
2005 Ford Fiesta ST


Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nýji bílinn e28
PostPosted: Mon 05. Oct 2015 15:03 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10992
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Byrjaðu bara strax að leita að m20b25 eða m30b35.
Myndi ekki eyða tíma og peningum í að laga 100 hestafla mótor.
En til lukku með bílinn.
Aðilar í Vestmannaeyjum fengu hjá mér vélartölvu, loftflæðiskynjara, fuel pressure regulator ofl til að koma þessum bíl í lag.
Ekkert af því hafði neitt að segja.

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nýji bílinn e28
PostPosted: Mon 05. Oct 2015 18:46 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Aug 2012 13:33
Posts: 185
Ég á góðan m20b20 sem eg get látið fara ódyrt

_________________
BMW e34 520ia 'KT - 703'


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nýji bílinn e28
PostPosted: Mon 05. Oct 2015 20:46 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 30. Jan 2014 00:10
Posts: 46
Verður gaman að sjá hvort þú náir að gera þennan góðan :)

Þarf að kíkja í kaffi við tækifæri og skoðann :thup:

_________________
BMW E39 ///M5

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nýji bílinn e28
PostPosted: Mon 05. Oct 2015 21:18 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 27. Sep 2015 02:27
Posts: 6
srr wrote:
Byrjaðu bara strax að leita að m20b25 eða m30b35.
Myndi ekki eyða tíma og peningum í að laga 100 hestafla mótor.
En til lukku með bílinn.
Aðilar í Vestmannaeyjum fengu hjá mér vélartölvu, loftflæðiskynjara, fuel pressure regulator ofl til að koma þessum bíl í lag.
Ekkert af því hafði neitt að segja.


já er einmitt með allt það gamla í skottinu en já ætla bara að sjá hvort þetta séu einhverjir skynjarar því eins og er á ég ekki efni á vélarswapi og líka bara því að hún er aðeins keyrð 109k :)

HolmarE34 wrote:
Ég á góðan m20b20 sem eg get látið fara ódyrt


annars takk :)

vallibirgiss wrote:
Verður gaman að sjá hvort þú náir að gera þennan góðan :)
Þarf að kíkja í kaffi við tækifæri og skoðann :thup:


já verð bara að finna mér eitthvað húsnæði sem ég get unnið í honum :)

_________________
1987 518i E28 <3 [V-644] (Drift-Project)
1986 520iA E28 [V-2]
Ford Ranger 00'
Honda Crf 250 07'


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nýji bílinn e28
PostPosted: Tue 06. Oct 2015 12:10 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sun 26. Apr 2009 15:26
Posts: 454
lsx the world !

_________________
Ívar Helgi Grímsson

E34 ///M5 90
E21 315
Zx-6r 06


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nýji bílinn e28
PostPosted: Tue 06. Oct 2015 16:14 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 27. Sep 2015 02:27
Posts: 6
apollo wrote:
lsx the world !


Image

_________________
1987 518i E28 <3 [V-644] (Drift-Project)
1986 520iA E28 [V-2]
Ford Ranger 00'
Honda Crf 250 07'


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nýji bílinn e28
PostPosted: Tue 06. Oct 2015 18:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33021
Location: Ascari // Nürburgring
V12 ?????

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nýji bílinn e28
PostPosted: Mon 07. Dec 2015 01:01 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 27. Sep 2015 02:27
Posts: 6
Smá update.. ég var í eyjum um helgina "að læra fyrir próf" og var búinn að ákveða það að ég ætlaði að henda bara þessari helvítis saumavél, en því ég hafði ekkert að gera ákvað ég að prufa að setja allt draslið saman og gá hvort hann mundi ganga.. og viti menn hún gekk bara og ég náði að leika mér í snjónum í nokkra klukkutíma áður en ég þurfti að fara aftur til rvk.
En ég er ennþá að reyna að finna mér einhverja góða aðstöðu til að geta byrjað að skera og laga :/

_________________
1987 518i E28 <3 [V-644] (Drift-Project)
1986 520iA E28 [V-2]
Ford Ranger 00'
Honda Crf 250 07'


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nýji bílinn e28
PostPosted: Mon 27. Jun 2016 01:04 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 27. Sep 2015 02:27
Posts: 6
Jæja drullaðist loksins til þess að byrja á að ryðbæta um helgina, þar sem þetta er fysta skiptið sem ég er að bæta tók þetta sinn tíma og náði ég ekki að klára það sem ég ætlaði mér að gera. Fékk nýjan sílsa frá mekonomen og bíllinn leit betur út heldur en ég bjóst við, og var þetta mest megnis allt við sílsan bílstjóramegin. :thup:
Ætla að halda áfram aftur næstu helgi og reyna að klára bílstjórahliðina, en hérna eru nokkrar myndir af einhverju sem er búið að gera :)
Image
Image
Image
Image
Image
Image

_________________
1987 518i E28 <3 [V-644] (Drift-Project)
1986 520iA E28 [V-2]
Ford Ranger 00'
Honda Crf 250 07'


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nýji bílinn e28
PostPosted: Mon 27. Jun 2016 23:53 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Feb 2014 01:00
Posts: 207
Flott! :thup:

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nýji bílinn e28
PostPosted: Fri 01. Jul 2016 01:18 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5323
Location: Keflavík
Bara cool! Endilega haltu áfram að pósta myndum og uppfærslum.

Gangi þér vel með þetta verðuga verkefni :thup: :thup:

_________________
Danni

'01 E46 330iA Limo
'11 E91 318d Touring
'98 Honda Civic 1.5i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nýji bílinn e28
PostPosted: Thu 25. Aug 2016 00:11 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. Dec 2002 23:10
Posts: 6493
Location: Hrafnista
Djöfull ertu harður að nenna að sjóða þetta upp :o

_________________
330D E46 TOURING MTECH I
320D E46 TOURING
318I E46 (TI 3VOM)

E46 Í RIFI:
330XD TOURING
320D TOURING
318I SEDAN 98-04
323I coupe 99


E46/E39 ///M5 Í RIFI

S:8204469


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Nýji bílinn e28
PostPosted: Sun 08. Jan 2017 22:47 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 27. Sep 2015 02:27
Posts: 6
Loksins fór eitthvað að ské í greyinu, við erum nokkrir strákar hérna í eyjum sem erum að leigja kjallara í gamalli netagerð og er nægt pláss til að vera að dunda í bílnum. Ég eyddi semsagt gamlárs og nýarsdag í að vinna í bílnum og náði ég að klára allt tengt gólfinu og sílsinn á bílstjórahlið, það er samt ekkert mikið að gólfinu farþegameginn. Er ég bara þokkalega sáttur með útkomuna en sílsinn varð aðeins of hár alveg fremst, sést á myndum, samt ekkert til að væla yfir. Ég var líka það heppinn að byrja árið á að eignast annan e28 sem flestir þekkja/vita um og get ég með stolti sagt frá því að ég eigi alla e28 sem eru í eyjum :)
Það var samt til annar 1987 special edi. 518i sem var fargað rétt áður en ég fór að hafa áhuga á bmw :(.
Tók ljósin í gegn líka í leiðinni en á eftir að fá nýjar smellur og gorma sem ég hendi í við tækifæri :)
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

þurfti aðeins að skera í sílsinn þar sem þetta er aftermarket og passaði ekki alveg 100%

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Eins og sést mætti hann alveg fara 1-2mm neðar að framan en þetta sleppur alveg :)

svo tók ég ljósin aðeins í gegn líka.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Svo er þetta 520iA sem ég eignaðist, keyður 49þkm en á að hafa farið í vélaskipti því hann bræddi úr sér. Ef einhver er með upplýsingar um vélaskiptin væri ég alveg til að fá þær :)

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Ekki alveg bestu myndir í heimi en ég var á yfirsnúningi þegar ég var að taka þær því ég var svo sáttur þannig ég tek betri myndir af honum næst þegar ég fer til eyja að brasa í honum og bý til þráð um hann :)

Einnig vil ég þakka bróður mínum , Gunnlaugi, Kristni og Sindra fyrir hjálpina :)

_________________
1987 518i E28 <3 [V-644] (Drift-Project)
1986 520iA E28 [V-2]
Ford Ranger 00'
Honda Crf 250 07'


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 16 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 14 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group