Jæja Daman á eitt svona stykki sem ég ætla mér að dútla aðeins við og er þegar byrjaður
Þetta er 2.5L 170hp mótorinn 99 árgerð Sjálfskiptur, hún fær bílinn í hendurnar með Xenon í aðalljósum og þokuljósum en halogen perum í aðaljósum.
Þetta er rosalega fallegur bíll þó svo að ég sé ekki mikill BMW maður, er ennþá að þrjóskast við að kreysta kraft úr litlum rellum.
Nokkrar myndir af bílnum






Ég tók hann í fyrsta sessionið um daginn, ekki var til bón á lakkinu nema að það hafi verið ruglast á tjöru og bóni

Tók allan bílinn þreif hann hátt og látt bónaði 2 umferðir yfir hann og þreif vel allan að innan og puttaför og fitu af rúðum, Setti nýja númerisplöturamma og blettaði í grjótför, festi einnig nýrun í húddinu betur einhverjar smellur þar sem voru að gefa upp öndina, Einnig er kominn allveg hrikalega skemmtilegur loftsveppur í bílinn en orginal loftsíubox á leiðinni, líka rosaflottir mælar í miðjustokkin í bílnum en orginal boxið á leiðinni í þar.
Skellti líka xenon kerfi fyrir háuljósin í.
Einnig var tekið og keypt miðjur í vetrarfelgurnar til að passa uppá nöfin það var ekki til staðar og hoppaði og skoppaði bílinn allur og felgurnar vel balanceraðar aftur
Smá mynd eftir fyrsta session

Ég er kominn með einhver plön og fara detta inn pantanir eftir áramótin og er planið að hafa hann sætann í lok maí byrjun Júní.
M3 Replicu framstuðari ásamt lippi og xenon kösturum
Lip aftan á skottlok
VIP filmur allt nema framrúðuna
Svo er pæling með að droppa hann meira niður og panta inn einhverjar flottar felgur 17-18 tommur og sprengja uppá einhverjar tuðrur og láta rúlla brettin
Ef einhverjar uppástungur eru á þessum bíl endilega láta flakka er ekkert mikill BMW maður en maður kann að meta nokkra
Einnig ef einhver á eitthvað af þessu ofanefndu endilega látið mig vita, vantar líka eins og áður kom fram orginal loftsíuboxið og geymsluhólfið þar sem mælarnir sjást