Jæja var ég að eignast minn fyrsta BMW og þetta er sumsé beinskiptur E36 4dyra orginal 320 en með M52B25 krami, stóru aksturstölvunni, Raceland coilover kerfi ofl gotterí.
það þarf að gera ýmislegt í honum til að gera hann góðann
en hér ein mynd af honum eins og ég fékk hann eða svona næstum því

byrjaði strax að beturumbæta, lagaði angel eyes-ið í honum og festi eitt stefnuljósið að framan og gekk frá snúrum milli ljósanna sem voru í ruglinu.

svo var filippo svo góður að henda í mig merki á húddið

sumardekkin vel stretchuð á sumarfelgunum

sprautaði nýrun glans svört, voru mattsvört og flögnuð

dekkti stefnuljósin að framan til að þau flútti meira með framljósunum, á samt eftir að breyta þeim aðeins aftur.

setti 17" undir og komst þá að því að ég þarf spacera, innri kannturinn á felgunni lá utaní gorminum báðum megin að framan
málaði líka neðsta partinn af frambrettunum til að fela yfirborðsryðið sem er þar, bráðabirgða redding.



henti í hann 5mm spacerum að framan og lækkaði hann meira




ein hér frá smá myndatöku

svo er ég búinn að vera að dunda mér í að gera hann góðann, þreif upp kertin í honum og losnaði við truntuganginn sem var í honum, nýr vatnslás kominn í, hlífin utanum handfangið farþegamegin komin á, listinn á bílstjórahurðinni festur almennilega, lagaði læsinguna í skottinu og ljósið í skottinu, bjó til geymsluhólf í staðinn fyrir kasettu geymsluna milli sætanna, gerði kastarana svartbotna en þarf að græja betri festingar fyrir þá áður en ég get sett þá á, svo djúphreinsaði ég líka svarta teppið sem ég fékk með, það fer í á næstu dögum.
skelli inn fleiri myndum seinna í vikunni
