bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 12. May 2025 14:40

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 118 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5 ... 8  Next
Author Message
PostPosted: Fri 11. Jan 2008 03:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Ég ásamt bróður mínum langaði til að eiga bíl í Þýskalandi.
Fór að skoða tryggingar þarna úti ásamt bifreiðagjöldum og þetta kostar handlegg. Þannig það kviknaði hugmynd að senda bara bíl á íslenskum númerum út :idea:
Það var bara slegið, vildum einfaldan ódýran góðan bíl með mikinn áreiðanleika.
Fyrir valinu varð e34 525i m50
e34 eru ódýrir og góðir bílar
m50 eru frábærir mótorar í alla staði.

Keyptum svo bíl í keflavík 525iA ek rúm 300tkm (MV518).
Hann er sjálfskiptur svo það þurfti e-ð að gera í því, keyptum 520i bíl af Húna sem verður donor með allt sem þarf í beinskiptingar-swap.

Bíllinn var svona ágætur, góður m.v. akstur.
Nýlega búið að sprauta næstum því allan bílinn, samt smá ryð hér og þar en ekkert alvarlegt, undirvinnan sennilega ekki verið upp á marga fiska.
Allt nýtt í hjólastellinu að framan, spyrnur, stýrisendar, miðjustöng o.fl. Bremsur í ágætu lagi, nýjir demparar og gormar að aftan.
Læst drif sem er víst nýlega yfirfarið en það er samt farin pakkdós þar og annar öxullinn var laus og drifskaftið líka, útskýrir sennilega mikinn titring að aftan í akstri!
Bíllinn er ekkert hlaðinn af búnaði en topplúga, niðurfellanleg aftursæti og kannski eitthvað smotterí. Sakna mest að hafa ekki loftkælingu....

Er að yfirfara bílinn þessa dagana og reyna að gera allt sem ég get svo bíllinn verði sem bestur þarna úti og taki ekki upp á því að bila!

Byrjaði í gær að skrúfa, tók vél og skiptingu úr bílnum.
Skrúfaði svo vélina í sundur í dag.
Pantaði allt í vélina, slípisett efra og neðra, allar legur, tímakeðju og sleða.
Svo ætla ég að skipta um vatnslás, vatnsdælu og viftukúpplingu.
Heddið verður vonandi klárt eftir helgi, það verður yfirfarið.
Á að fá alla varahlutina í þetta á þriðjudaginn þannig þá verður farið á fullt að skrúfa þetta saman....ætla ekki að setja tíma á gangsetningu en vona það besta.
Vélin var í góðu lagi en mótorinn er það mikið keyrður að ég ákvað að fara út í þennan pakka.

Ég réttlæti allar viðgerðir og allan kostnað með því að stopp á hraðbraut kostar varla undir 50þús!! Þá borgar sig að gera margt.

Bíllinn á að fara í skip 22. jan og ég fer út 24. jan.....ekki langur tími en ég er bjartsýnn maður og vona það besta.

Nokkrar myndir af því sem komið er, ætla svo að reyna að koma með fleiri myndir af þessu verkefni.


Image
Endaði með að taka allt framan af bílnum, var einn og náði ekki að lyfta skiptingunni og vélinni nógu hátt, í fyrstu hífingu slitnaði bandið sem ég var með og þetta datt niður um 70cm skipting og vél....bara vont en held að allt hafi sloppið!

Image
Soggrein, rafkerfi o.fl.

Image
Heddið, ásarnir, undirlyfturnar, ventlalokið.

Image
Blokkin stök

Image
Flest komið úr blokkinni, eiginlega bara tímakeðja og sleðar eftir ásamt sveifarásnum, var ekki með loft til að losa framanaf vélinni.

Image
Þetta er bara eins og nýtt... "hón"-förin ennþá þarna!!

Image
Það sem er eftir í blokkinni

Image
Höfuðlegurnar, ekki mikið slit í þessu eftir 300tkm

Image
Aðeins farið á sjá á stangalegunum

Image
Aðeins farið að sjá á tveimur svona legum yfir ásana en þetta á alveg að vera í góðu lagi.

Svo er bara að vona að þetta gangi allt upp!

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Last edited by Bjarki on Tue 05. Feb 2008 19:21, edited 4 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 11. Jan 2008 04:46 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 26. Sep 2003 23:08
Posts: 252
Location: Hafnarfjörður
Alltaf gaman að fylgjast með svona aðgerðum þegar nóg er um myndir.
Magnað að þið séuð að fara með þennan bíl til Þýskalands, svipað og að fara með kaffi til Kólumbíu. ;)
En ef að þetta er mun ódýrara þá ekki spurning.

_________________
BMW 320 e36 "93 -í notkun-


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 11. Jan 2008 07:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Image

:? :? kunnuglegur standur

sakna hans... GRÍÐARLEGA hehehe

Það er BARA verið að græja og gera

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 11. Jan 2008 07:54 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. May 2004 20:38
Posts: 574
Location: keflavík
svoldið spes að eiga bíl úti þýskalandi og þurfa að kaupa hann hérna heima :o

_________________
The cheapest car rental in Iceland http://www.car4rent.is/


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 11. Jan 2008 17:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 07. Dec 2003 17:36
Posts: 4044
Location: undir bíl eða ofaná kellingu..
ástæðan fyrir að bjarki er að gera þetta er að hann verðum með hann á íslenskum númerum = töööluvert ódýrara.!


annars flott hjá þér kall.!

koma með myndina af viðgerðinni minni á skiptidótinu 8)

_________________
Aron Jarl Hillerz
1987 BMW e30 M-tech I Turbo (400+hp / 600+nm)
1990 Civic EF B18C6 (190hp)
1997 Subaru Legacy (winter)
1973 Malaguti Bolognia 49cc (2hp)
Go-Kart Rotax 125cc


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 11. Jan 2008 17:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
steini wrote:
svoldið spes að eiga bíl úti þýskalandi og þurfa að kaupa hann hérna heima :o

Já bíllinn verður náttúrlega á íslenskum númerum og þau verða svo lögð inn Þegar ekki er verið að nota bílinn. Kostnaður við tryggingar verður því ekki hár.

Það eru nú nokkrir sem hafa gert þetta nema bara farið aðeins aðra leið. Keypt bíl úti, flutt hann inn og svo sent hann fljótlega aftur út.
Tryggingar og bifreiðagjöld eru ekki há á Íslandi.
Það kostar líka mjög svipað að tryggja 518i og M5! sem er kostur

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Jan 2008 01:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Allt að gerast.
Búinn að rífa beinskipta bílinn og kominn með allt sem þarf til að gera hinn beinskiptan.
Fékk mér einkanúmer, varð að gera það því bíllinn er að fara út.....mér finnst eitthvað alveg hrikalega cool við það að vera með íslensk einkanúmer erlendis!!

Er að hreinsa hlutina í vélina og undirbúa það dæmi, á að fá alla varahluti á þriðjudaginn. Þá verður skrúfað og skrúfað!

Image
BITTE
það komu upp margar hugmyndir, engin ein sérstök ástæða fyrir því að bitte var valið. Það er frekar undarlegt einkanúmer en kemur sennilega til með að vekja smá athygli þarna úti....vilja það ekki allir.

Image
Fékk mjög orkumikinn gest í heimsókn. Hann átti svo að mæta aftur í dag og æfa sig í boddy-viðgerðum......en mætti EKKI!

Image
Þetta er úr heddinu í vélinni sem var í þessum 520i bíl, það kom gat á olíupönnuna.....gæti mögulega skýrt þetta.

:wink:

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Jan 2008 01:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Nov 2003 22:49
Posts: 7764
Location: Kópavogur
Þetta er uppáhalds einkanúmerið mitt! :lol:

En hver var að gata brettið?

_________________
BMW E46 318i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Jan 2008 01:16 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
hhaha, geggjað númer 8)

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Jan 2008 01:18 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
Þetta einkanúmer er barílagi. 8)

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Jan 2008 01:41 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Þetta verður svo flott þarna úti... það eiga allir eftir að elska þig og brosa :D

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Jan 2008 01:51 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 26. Sep 2003 23:08
Posts: 252
Location: Hafnarfjörður
Sjitt... Ég held að þú þurfir að setja spess þjófavörn á þetta númer ef þú ætlar með þetta út.
Þetta er svipað og með Árna Johnsen... hann er með númerið ÍSLAND. Ég man ekki hvað hann er búinn að panta oft nýtt númer en það er oftar en 5 sinnum a.m.k. Þetta fær engann frið hjá honum, ég veit ekki hvort að það er númerið eða hann sjálfur sem er ástæðan.
Hver og einn getur velt því fyrir sér. :roll:

_________________
BMW 320 e36 "93 -í notkun-


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Jan 2008 01:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Nov 2003 22:49
Posts: 7764
Location: Kópavogur
Ætli þjóðverjar séu ekki aðeins minni fífl en íslendingar...

Efast um að það sé allstaðar í heiminum fólk sem stelur númeraplötum.

_________________
BMW E46 318i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Jan 2008 07:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Frábært númer,,

..alvöru dæmi með vélina ,, ALLT nýtt :shock: :shock:

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 14. Jan 2008 14:40 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. May 2005 19:39
Posts: 424
Location: Oslo
Bjarki wrote:
Hann átti svo að mæta aftur í dag og æfa sig í boddy-viðgerðum......en mætti EKKI!


Mér var alltaf kennt að byrja smátt, ég lagði ekki í þetta!:shock:

_________________
Neðanjarðarlestir, sporvagnar og strætisvagnar
BMW E36 '91 318i - Bifreið - R.I.P
Dethleffs Rondo RF3 '98 - Hjólhýsi - Í vetrardvala
CombiCamp 2000 '78 - Tjaldvagn - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 118 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5 ... 8  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 20 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group