bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nýji bílinn - BMW 316i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=11819
Page 1 of 1

Author:  SnowMan [ Fri 23. Sep 2005 10:37 ]
Post subject:  Nýji bílinn - BMW 316i

Jæja kallinn fór í gær og skellti sér á 96 árgerð af BMW 316i 8)
Svona lítur hann út.

Image

Image

Image

Image

Image

Hvernig finnst ykkur hann ?
Ætti ég að breyta einhverju?

Author:  Kristjan [ Fri 23. Sep 2005 10:42 ]
Post subject: 

MEGA góður litur.

Kannski að samlita sílsana?

Lip? Eins og er á 318IA bláa...

Author:  Djofullinn [ Fri 23. Sep 2005 10:45 ]
Post subject: 

Virðist vera mjög vel með farinn! Til hamingju ;)

Author:  Aron Andrew [ Fri 23. Sep 2005 12:15 ]
Post subject:  Re: Nýji bílinn - BMW 316i

Flottur bíll!
Til hamingju!

SnowMan wrote:
Ætti ég að breyta einhverju?


Það munar rosalega miklu að samlita sílsana, ég lét gera það við minn 316i, svo gera hvít og rauð afturljós mikið fyrir afturendann!
Einnig myndu álfelgur gera mikið fyrir hann.

Author:  iar [ Fri 23. Sep 2005 12:34 ]
Post subject: 

SnowMan wrote:
Jæja kallinn fór í gær og skellti sér á 96 árgerð af BMW 316i 8)
Svona lítur hann út.

...

Hvernig finnst ykkur hann ?
Ætti ég að breyta einhverju?


Til hamingju með vaginn! Fallegur litur! ;-)

Ég er sammála með að samlita sílsalistana, þessi grái litur er að mínu mati engan vegin að gera sig.

Og tvö ódýr mod væru að spreyja stefnuljósaperurnar að framan silfurlitaðar, finnur leiðbeiningar um það í nýja DIY þræðinum undir Tæknilegar umræður. ;-) Og setja glær eða grá hliðarstefnuljós á brettin. Það gerir heilmikið fyrir útlitið fyrir ekki mikinn pening.

Kristal afturljós eru líka alltaf flott. Þau eru ofarlega á listanum hjá mér yfir næstu breytingar. :-)

Image

Author:  Aron Andrew [ Fri 23. Sep 2005 13:47 ]
Post subject:  Re: Nýji bílinn - BMW 316i

SnowMan wrote:

Image


:shock: Hvað ætlaru að gera við allt appelsínið sem er uppí hillu?

Author:  SnowMan [ Fri 23. Sep 2005 22:05 ]
Post subject:  Re: Nýji bílinn - BMW 316i

Aron Andrew wrote:
:shock: Hvað ætlaru að gera við allt appelsínið sem er uppí hillu?


Maður verður að drekka eitthvað meðan maður þrífur bílinn :lol:

Author:  IceDev [ Sat 24. Sep 2005 17:28 ]
Post subject: 

Ahh, þessi bíll minnir mig á hvernig minn var þegar að ég keypti hann

Það eru náttúrulega margar breytingar sem hægt er að gera við svona bíl enda hef ég gert t.d bara gert minn betri(in my opinion :P )

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=8154
Ég skelli hérna link á minn og gæti það máski gefið þér einhverja hugmynd um hvað þú myndir vilja geri við þinn.


Ef þú hefur einhverjar spurningar þá ekki hika við að spyrja mig

Flottur bíll :p

Author:  Wolf [ Sat 24. Sep 2005 19:43 ]
Post subject:  .

Má spyrja um kaupverð á svona grip?

Author:  Aron Andrew [ Sun 25. Sep 2005 02:51 ]
Post subject:  Re: .

Wolf wrote:
Má spyrja um kaupverð á svona grip?


Ég fékk minn 95 árg. ekinn 125 þús. á 520.000kr.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/