BMW áhuginn kviknaði í kringum 1995 þegar ég hóf leit að mínum fyrsta bíl, var ætlunin að kaupa BMW E-30 bíl 318 Ekki varð þó af því og ók ég um á Toyotum fyrstu árin en fyrstu alvöru bílakaupin voru í þessum BMW 320i E36 bsk. árgerð 1993, fluttur inn fyrir mig og fyrst skráður hér heima í október 1999. Frábært eintak, kom frá Frankfurt eða nágrenni að mig minnir, var þá keyrður rúm 140.000 innfluttur af Walter Unnarssyni sem var í innflutningi frá þýskalandi á þessum tíma.. . Lítill búnaður en ofboðslega fallegur, þéttur og skemmtilegur bíll. Lét samlita hann á Selfossi. Seldi hann svo með trega vegna íbúðarkaupa í febrúar 2002 þá var hann keyrður rúm 170.000 Seldist vestur í Borgarnes.
Svo leið og beið og í júlí 2004 keypti ég 320i Steptronic E-46 af Heklu.
Leður, viðarklæðning, glerlúga, aðgerðarstýri, cruise control, 17" felgur, og margt fleira!!
Geggjað eintak, minn drauma bimmi,
