Update,,,
Drifskaptið sem átti að fara í bílinn, kemur úr E28 518i 1986 (Blátt áfram), sem ég reif í febrúar 2009.
Ég var búinn að gleyma því að það hafði verið með massa ónýtri drifskaptsupphengju á.
Það kom í ljós þegar ég ætlaði að setja skaptið í þennan bíl

Anyways, svona leit hún út fyrir:


En sem betur fer átti ég eina nýja til á lager

Ég fór með skaptið í Tækniþjónustu bifreiða í gær og þeir kipptu því í liðinn fyrir mig að skipta um upphengjuna á skaptinu.
Auðvelt mál þar sem ég var með skaptið í lausu ásamt nýrri upphengju og búinn að taka skaptið í sundur (fremsta->aftasta hluta þeas.)
Svona leit það út eftir skiptin......ég elska nýja hluti

Skaptið komið saman hérna....

Skaptið komið undir hérna....



Auðvitað allt vel merkt á mínum lager

Svo í dag skipti ég líka um annan öxulinn að aftan, hægra megin nánar tiltekið.
Innri hosan á honum var gjörsamlega ónýt og það var auðveldara fyrir mig að nota bara annan öxulinn úr partabílnum,
en að skipta um hosuna sjálfa

Öxullinn sem var í....

Og svo í samanburði við hinn, ég pússaði hann allan upp og gerði fínan áður en hann fór svo í. (semsagt neðri fór í)

Einnig er ég búinn að setja pústið undir, það fór undir hann pústið sem var undir Blátt áfram bílnum.
Það var í frábæru ástandi, sama sem nýtt
Ég keypti mér líka nýja pakkningu milli exhaust manifolds og fremstu pústgreinarinnar.
Púslaði þessu svo undir bílinn núna í kvöld.
Það er orðið ósköp fátt eftir sem þarf að klára til að hann sé tilbúinn
518 injection 5 gíra 