Þessir seinustu dagar fyrir bíladaga voru heldur til of mikið af hinu góða en allt slapp þetta rétt fyrir horn.
Á miðvikudegi var ennþá eftir að klára púst, víra og ganga frá tölvu og rafmagni , klára inntercoolerlagnir, vatnslagnir, skipta um bensíndælu, tengja inngjafarbarka sem passaði ekki alveg, festa mótorpúða, tengja olíu að og frá túrbínu ásamt því að smíða affallið frá túrbínunni, tengja viftur, leggja að olíuþrýsti og olíuhitaskynjara, setja framljós í, setja grill í, festa húdd, setja hlíf fyrir loftsíu, búa til hitahlíf fyrir mótorpúða, festa stuðara, setja í ballansstangarenda, hjólastilla framdekkin, tengja vökvastýri, blæða bremsur og kúplingu, yfirfara allt og fara í skoðun.
Ég var að vinna á miðvikudag en var búinn kl 15:00, Gunni kom til landsins seint á þriðjudegi og var mættur í skúrinn klukkan 10 á miðvikudags morgni og byrjaði að víra tölvu og annað á meðan ég var í vinnunni.
Vorum við að til um 3 um nóttina.
Á fimtudag þá næ ég í númerin klukkan 9 og sæki Gunna í leiðinni og við höldum áfram, planið var alltaf að fara á fimmdudegi norður, dagurinn leið og gerðist mikið en verklistinn var það langur að ekki komst hann í skoðun þann daginn. Bíllinn náðist í gang um klukkan 23 á fimmtudeginum. Ekki gátum við verið með mikil læti inn í miðju íbúðarhverfi þannig að við fórum að einbeita okkur að öðrum verkum, klukkan 4 um nóttu vorum við orðnir frekar svangir en við höfðum ekkert borðað síðan um hádegi þannig að það var skroppið í smá hvíldar rúnt og fengið sér aðeins í gogginn.
Sá ég hvað var mikil vinna eftir þegar maður hélt að allt væri búið, ein og ein skrúfa hér og þar en þetta telur allt þegar tíminn er enginn.
Klukkan 6:30 ákváðum við félagarnir að skella okkur í sund til að þrífa af okkur skítinn og þannig séð eyða tíma því að ekki gátum við farið að smella kvikindinu í gang á þeim tíma sólahringsinns.
Ferskir klukkan 8 efir afslöppum í pottunum var haldið heim og haldið áfram að koma bílnum í gang en þrátt fyrir að hafa gengið kvöldið áður þá var hann ekki alveg á því að gera það daginn eftir.
Verkfræðingurinn pikkaði inn einhverjar snildar slaufur í vemsið og NJ lifnaði við, þvílík gleði.
Upp í bíl og bakkað út, bíllin var ekki búinn að ganga fyrir eigin vélarafli síðan ágúst 2006 og við keyrðum af stað,
Nú bullsauð á bílnum, við erum vissir um lofttappa sé að ræða og höldum áfram að reyna að ná þessu góðu en bíllinn heldur áfram að hita sig og við ráðum ekk við neitt. Tökum vatnslásinn úr og purfum hann í potti, og virkar hann, borum á hann loftgat til að hjálpa lofti að losna úr vélarrýminu og inn í vatnskassa.
Bíllinn hegðar sér vel og við af stað í skoðun, ekki bjóst ég við öðru en að fá fagurgrænan miða en 7 ár eru síðan bíllinn fór í skoðun síðast og ryðguðu bremsudiskarnir litu ekkert alltof vel út.´14 miði varð fyrir valinu hjá skoðunarmanninum og kvartaði ég ekki yfir því.
Nú er bíllinn orðinn frekar heitur og greinilega ekki í lagi , við erum frekar þreyttir búnir að vaka meira en sólarhring, klukkan orðin 13:00 og uppgjöf í loftinu.
Reynum áfram og bíllinn flottur og við pökkkum í töskur og höldum á leið.
Ég var búinn að taka eftir vatni inn í bíl og grunaði að miðstöðinn gæti verið sprungin þannig að á leið úr bænum þá stoppuðum við og keyptum samtengi og hosuklemmur ef við þyrftum að blinda hana.
Upp á braut og Akureyri here we come, 4 mínútum síðar við út í kanti með opið húdd og ég í blautum skó að blinda miðstöðina, nánast ógerlegt er að komast að þessu en einhvernveginn með þónokkrum sársauka þá náði ég að troða þessu saman tók það um 40 minútur að setja saman 2 hosur.
Pottþétt komið núna, brosandi kátir á leið norður stoppum við aftur eftir 5 mínútur komnir alla leið að Grindavíkurafleggjara. Vatnshitinn alltof mikill og við farnir að hugsa um að hringa í pabba og fá Corolluna hennar mömmu lánaða, horfum á þetta helvítis drasl og frekar súrir en klukkan að gagna 18:00.
Prufar Gunni þá að blása í lögnina efst frá vatnskassa að forðabúri en ekki gegnur það. Að við skulum ekki vera búnir að prufa þetta, þetta er leiðin svo að kerfið lofttæmi sig. Nær að blása þetta út, setjum vatn á bílinn og fokkit höldum áfram.
Vatnshiti solid 90 gráður rokkandi upp og niður um 2 gráður og ekki einu sinni vifturnar í gangi.
Redbull og sælgæti ásamt spjalli alla leið norður var nauðsynlegt, en fyrsti klukkutími í akstri var langerfiðastur en eftir Mosó flott, sykur, adrenalín og koffín sáu um rest.
Steddy 90kmh alla leið norður með Andra félaga í farabroddi á Evo komnir á Eyrina klukkan 23:00 og var móttökunefnd á Ak-inn planinu, bíllinn þveginn og þurrkaður og svo rúntað til um 3 um nóttinna .
Vorum vakandi í 41 tíma að græja hálf ómögulegt verkefni sem náðist þökk sé góðum vinum og konunni minni sem er nánast ekki búin að sjá mig í nokkrar vikur.
Bíllinn virkar ógurlega, er að blása 1bar eins og er, gekk fínt alla helgina, hitaði sig þó á sunnudag, festi vatnslásinn opinn og hreinsaði betur loft lögnina frá vatnskassanum og hitaði hann sig ekki eftir það.
1100 km ferð á gamla góða bílnum mínu og var ótrúlega gott að vera kominn undir stýri aftur.
Takk fyrir mig.
