Jæja mótorinn kominn ofan í bílinn, og það var verið langt fram eftir í gærkvöldi að henda þessu saman, mér til mikillar óánægju þá var fullt af plöggum sem voru ekki eins, t.d pústskynjararnir, jarðtengingarnar voru öðruvísi, sumar minni og sumar stærri. En þetta blessast allt saman
Svo núna er komið að því að sýna ykkur nokkrar myndir
Búið að rífa skiptinguna frá
Þá blasti við converterinn
Til að losa converterinn þurfti að taka tappa úr neðst á pönnunni og þá þurfti bara að snúa converternum til að losa alla 4 boltana, reyndar léleg mynd, en ákvað að sýna hana samt
Converterinn kominn af, það er víst ágætt að reyna að passa upp á að olían leki sem minnst út úr honum þegar maður rífur hann frá
Svo reif ég olíupönnuna undan og þá blasti við mér þessi bolti
Mín kenning er allavega að þetta hafi einhvern tímann hrunið þarna niður þegar var verið að gramsa í ventlalokinu
Búið að þrífa pakkninguna og pönnuna
Tók svo eftir því að vírarnir í hæðarrofanum á nýja mótornum voru mjög ljót, þannig að það var bara að rífa af gamla
Á mótorinn að fara þangað? hmm
Komið að því að hífa ofan í, menn komnir aðeins í það
Byrjaði skemmtilega, urðum að rífa greinarnar af farþegameginn þar sem það var bara ekkert pláss og þær stoppuðu bara á boddýinu
Hérna er verið að rífa af pústgreinarnar
Hérna sést svo þetta gríðarlega pláss bílstjóramegin
Á þessum tímapunkti vantaði örfá cm upp á að armurinn smelltist í mótorpúðann. En þá var bara að tjakka og slaka, endalaust og ýta og allt það, hafðist á endanum
Loksins var hann orðinn fastur og þá fyrst byrjaði gamanið
Menn voru reyndar mishressir, en þó með augun semi opinn
Svo eru hérna aðstoðarmennirnir sem hjálpuðu mér að koma þessu ofan í