Axel Jóhann wrote:
Sumir alveg ótrúlegir hérna, það er talað um akstur eða árafjölda á tímareimum. Og oftast er það ekki nema 5 ár max, en eins og i m20 þá er ætlast til þess að skipt sé um hana á 40.000km fresti, ég man ekki árafjöldann á þessari vél í augnablikinu, en maður rífur ekki svona án þess að skipta um nema maður viti fyrir víst að það hafi verið skipt um þetta fyrir stuttu siðan.
Þér er óhætt að slappa aðeins af Axel minn, auðvitað ætla ég að skipta um tímareimina enda væri rugl að að gera það ekki með mótorinn á vélarstandi. Er sjálfur með tímareimafóbíu á háu stigi þannig að ég VERÐ að skipta um hana annars verð ég friðlaus og þori ekki að keyra bílinn
Var nú bara aðeins að rugla í ykkur
Ég vann aðeins í vélinni í kvöld og er nú skrefinu nær að geta byrjað á því að preppa blokkina fyrir málningu.
Byrjaði á því að rífa kælivatnshosurnar framan af vélinni ásamt kælivatnsröri. alternator, alternators- og stýrisdælubracket, alternatorsreim, trissu- og tímahjól, sveifarásskynjara og bracketið fyrir hann.

Flott sílikon á vatnsdælunni:



Svo þegar ég ætlaði að losa boltana fyrir kveikjulokið þá brotnuðu boltahausarnir af mér til mikillar ánægju:

Omnomnom..........hlakkar til að hreinsa þetta:

Dótahrúgan á gólfinu orðin þokkalega stór:

Restin af kælivatnshosunum komnar af ásamt öndunarhosum og að sjálfsögðu soggreinin. Svo hreinsaði ég drulluna af blokkinni fyrir aftan rörið og rörið sjálft:

885 hedd

Soggreinin með dass af drullu af blokkinni:

Og ein í lokin af dótahrúgunni minni

Over & out..............