HaffiG wrote:
Já algjörlega! En maður tekur náttúrulega ákveðna áhættu þegar maður kaupir vél sem er enn ofaní bíl í öðru landi. Ég myndi halda að það væri á ábyrgð seljanda að sjá til þess að mótorinn komist til landsins.
Eins og mér finnst nú hræðilega leiðinlegt að Garðar þurfi að bíða þetta lengi eftir þessum mótor þá hefur auðvitað aldrei verið tala um annað en að mótorinn verði rifinn úr þegar Hulk myndi klárast.
Vissulega var gert ráð fyrir að það yrði fyrr en því miður hefur Hulk tafist mjög mikið eins og fólk hefur líklega tekið eftir.
Auðvitað hefði verið mjög gaman að geta farið út til UK og tekið mótorinn úr sjálfur og senda hann til Íslands, en þar sem Hulk var í einu aðstöðunni sem var í boði þá hefði ég þurft að redda mér aðstöðu, gálga og varkfærum til þess að gera þetta sjálfur sem hefði líklega aldrei tekist. Og miðað við þann aukinn kostnað sem það hefði haft í för með sér þá hefði þessi mótor verið kominn í feitann mínus.
Mjög leiðinlegt, en ekkert sem ég gat í rauninni gert í þessu.
_________________
Tony Montana - BBS LM CREWE36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM
http://www.e30.is