gunnar wrote:
Angelic0- wrote:
jæja, þá verður maður bara að bíða þartil að bíllinn mætir aftur á klakann...
Keep us posted með það hvernig gengur í ferðinni....
Það er svo gaman að eiga fine myndir af bílunum sínum í flottu umhverfi

Mér finnst alltaf svo skrítið að sjá Íslenskar plötur í útlöndum

það er bara eitthvað svo töff við þannig myndir

hvernig er túrnum samt raðað, hverjir eru ákveðnir viðkomustaðir ?
Um leið og við lendum í Hanstolm í Danmörku munum við keyra niður til Schmiedmanns, þar verður bíllinn í nokkra daga meðan við verðum í góðu yfirlæti hjá pabba kærustu minnar í Malmö í Svíþjóð.
Þegar sá pakki er tilbúinn brunum við beint til Þýskalands, förum reyndar bara rétt inn til Þýskalands og höldum beint til Hollands, Lúx og Belgíu.
Næsta alvöru stopp verður í Amsterdam, stoppum þar í svona tvo daga.
Þaðan verður svo farið til borg ástarinnar, Parísar, reikna nú með 4 dögum þar.
Svo þegar búið er að keyra niður allt frakklands munum við taka einn dag í Monaco, og þaðan niður til Ítalíu.
Á ítalíu ætlum við til flórens, rómar, pompei, feneyja og fleiri góðra borga,
Svo verður haldið til Austurríkis og Vín tekin örlítið og skoðuð.
Svo er annað hvort stefnan á að keyra í gegnum Tékkland og beint inn til Kraká í Pólland eða keyra framhjá Tékklandi í gegnum Þýskaland og taka þá Nurnbergring, stuttgart, og alla þessa staði og fara svo til Póllands.
Eigum eftir að ákveða almennilega með það.
Ætlum að vera ca 3 daga í Póllandi, skoða Auschswitz og Saltnámurnar og versla einhvað pínulítið.
Loka stoppið verður svo í Noregi hjá móður minni sem býr þar, endum ferðina þar og tökun Norrænu frá Bergen 21. Júni svo til baka.
Þetta er planið svona í grófum dráttum, við höfum ekki gert mikla tímalínu enda er það alveg vitað að það er alltaf sveigt og engan veginn hægt að fylgja því. Enda höfum við nógan tíma og ákveðum hlutina svolítið bara eftir því hvernig þetta spilast.
fyrst og fremst færðu bara mad props fyrir bílinn!!!

hann er bara glæsilegur!
Og mér lýst vel á ferðina þína .. been there, done that (fyrir utan pólland).
Farið í Eiffel turninn .. þótt það eru langar raðir, þá er það alveg biðinar og peningana virði! Mónako er snilld og þú átt bara eftir að sjá NICE bíla þar

. Við fórum ekki til rómar þótt það var freistandi en tíminn var naumur. Þetta er gríðarlega mikil keyrsla sem þú ert að leggja í og ég mæli með að þú takir því rólega og gefur þér tíma til að teygja úr þér allavega á 4 tíma fresti... trust me (var nálælgt því að fá hemóroids út af þessari keyrslu .. no joke!) Farðu frönsku riveríuna og ítölsku.. bara FALLEGT .. ekki oft sem maður sér svona fallegt landslag. Athugaðu kortin vel ef þú ætlar framhjá Nice .. taktu þjóðveginn í kringum Nice .. ekki fara inn í Nice . .allavega ekki milli 3-6 að degi til .. brjáluð umferð!!! og ég segi það aftur BRJÁLUÐ!!! Paris .. parkaðu bílnum svona 10-15 km frá Paris og takið subway.. ef þú villt fá bílinn heim í heilu lagi

kostar 24 evrur fyrir dagskort fyrir 2 í allar subways í paris-svæðinu.. mjög auðvelt að rata og mjög þægilegt. Holland er snilld .. Austurríki er bara flott .. mikið af fjöllum og flott náttúra .. góðir þjóðvegir

.. ef þú nærð ferju frá hirtshals-Bergen .. þá ertu í góðum málum .. pantaðu miða strax .. alltaf uppbókað á norrænu-dögum .. ef þú ferð hirtshals-kristiansand .. gefðu þér góðan tíma til að keyra .. norsku vegirnir eru rusl ... það eru 480 km frá kristiansand-Bergen og það rekur TÍMA að keyra þennan spöl þó það hljómar ekki til að vera mikið! tók okkur frá ca.13:00-04:00 að keyra þenna spöl!!! krappar beygjur..2 akreina vegir mesta alla leiðina... 3 innanlandsferjur! En það hafðist fyrir rest
Bara nokkrir pointers.. langar að gera þetta aftur en gamli er búinn að fara 17.000 KM sumarið 2005 og 2006 .. hann fær að slappa af í sumar
En gangi þér vel og keyrðu varlega..
nokkrar myndir bara svona upp á fjörið
Nasty dúfa á Saint markúsartorgi í feneyjum
Bergen í noregi
Giant cruiseliner í Feneyjum