Jæja. Djöfull var mikið brallað um helgina. Vélarsalurinn orðinn klár, auk þess að í gær kláraði ég að slípa niður allar suður og grunnaði, kíttaði og málaði

Nú er bíllinn orðinn glans svartur allur að innan. Þetta er samt ekki alveg nógu gott að bíllinn er mun snyrtilegri að innan og í vélarsalnum heldur en að utan. En það kemur vonandi fljótlega.
Allavega, það sem er á dagskránni núna er að fara með swinghjólið og láta renna af því, svo bara setja mótorbita og hjólastell undir,Koma nýja brake boosternum fyrir, skella mótornum ofaní og athuga hvort að mótorpúðarnir sem ég er með dugi, Skella svo kassa aftaná og drifskapti, víra mótorinn upp og fara út að spóla
En endilega, komið með eitthverja þræði ef þið munið eftir einhverjum sem gætu aðstoðað mig við að tengja rafmagnið á mótorinn. Fínt að fá svona chart hvað á að fara hvar. Veit að AJ.Hillerz var með eitthvað svona, kannski að hann hendi því á mig.
Svo var ég líka að pæla, veit einhver hvaða pinna ég þarf að slaufa á milli á M50 loominu til þess að bíllinn haldi að hann sé í park svo hann starti?
Reyni að koma með myndir fljótlega.