Kannski maður hendi inn smá uppfærslu á þessu drasli
En ég keyrði norður á Bíladaga í samfloti með Einari á rauðhettu sem gekk alveg eins og í sögu og bíllinn kom mér á óvart ef eitthvað var varðandi fjöðrunina. Ég keyrði að sjálfsögðu alla leiðina norður með toppinn niðri og Benni Benassi/David Guetta í botni í græjunum og uppskar fyrir vikið sólbruna á enninu, svo var frekar svalt uppá heiðunum en þá var bara gefið aðeins meira í

Á leiðinni norður fór ég með 40,47 ltr. en á bakaleiðinni fóru ca. 60 ltr. enda var bensínpedallinn grafinn í gólfið, var þá lagt af stað suður rétt rúmlega 20:30 og var ég kominn í Mosfellsbæ klukkan 00:00.
Til gamans fyrir aðra má geta að toppurinn rifnaði í tvennt rétt eftir að keyrt var í gegnum Borgarnes og því var ekkert annað í stöðunni en að negla út í kant, henda toppnum niður, hækka meira í græjunum og keyra flat out til sunny kef

Þegar heim var komið reif ég allt úr skottinu og keyrði bílnum beinustu leið inní skúr, þegar að ég keyri svo burt frá skúrnum(á öðrum bíl að sjálfsögðu) þá byrjaði að rigna
Nýi toppurinn er ekki ENN kominn til landsins en topparnir eru víst bara framleiddir eftir pöntunum og á það að taka 2-3 daga og svo 2-3 daga í "shipping", en allt kemur fyrir ekki og því situr bíllinn inní upphituðum skúr á meðan
Svo er ég ekki ennþá búinn að fá Mtech I framstuðaran í hendurnar þannig að sprautningin situr því bara á hakanum
Á morgun ætla ég svo að reyna að vinna eitthvað í bílnum víst að hann situr inní upphituðu rými en það fer allt eftir því í hvernig ástandi ég verð
