Jæja, mikið gengið á síðan á föstudaginn síðasta, unnum í bílnum alla helgina, náðum ekki að klára þá enda mikið maus, þannig það var unnið í bílnum öll kvöld í vikunni til að ná að klára þetta í tíma.
Lentum í meiriháttar mausi með Kmac dótið að aftan, enda hafa þessir ástralar sem smíða þetta gert það með rassgatinu

Ein fóðringin af fjórum sumsé er í einhverju fokki svo það er nær ekkert hægt að stilla camberinn á því hjóli. Þarf að taka þessa fóðringu úr núna fljótlega og smíða þetta uppá nýtt svo þetta virki alminnilega. Annars snilldar hugsun á bakvið þetta dót.
En núna er bíllinn semsagt full poly, lækkaður hringinn, með koni adj og nýtt í bremsum hringinn. Og svo var hrækt í pústið á honum líka svo hann haldi nú kjafti.
Nú er næst á dagskrá ný dekk og hjólastilling þegar ég hef lagað þessa vandræðafóðringu. Síðan verður ekið og og haft gaman í sumar.
Hérna erum við búinn að hreynda hraustlega undan bílnum að aftan, það var ekkert grín að ná þessu úr, þá sérstaklega drifinu, flangsinn við skaftð var gjörsamlega gróinn fastur.
Hérna er svo búið að slá orginal fóðringarnar úr subframe-inu, var ekki stórmál. Búið að setja powerflex í öðru megin.
Þarna sést powerflex í subframe vs. gamla oem.
Þarna er svo búið að setja Kmac fóðringarnar í trailing arminn. Vissi ekki af brasinu á þessum tímapunkti.
Þvínæst skeltum við okkur í demparana, svona leit þetta út fyrir.
Nýja dótið að raðast samann, búið að stilla demparann á stífasta afþví bílinn er svo afturþungur.
Kappinn að skrúfa á milljón.
Old vs. new
Þarna er dótið farið að týnast undir, þarna er drifið ekki komið í.
Svo er allt meira og minna komið þarna.
Eftir þetta tók svo við algjört hlé á myndasmíði vegna pirrings og tímaskorts.
En hér er svo mynd af húddinu þar sem má sjá Kmac camber plöturnar.
Þannig nú er þetta svo til komið, nema fyrir utan smávegis pillerí sem ég lagfæri á næstu dögum svo hægt verði að hjólastilla og græja og gera.
Þess má geta að í þessu ferli var skipt út gjörsamlega hverjum einum og einasta slithlut í fjöðrun og stýrisbúnaði í undirvagni.
Það sem er komið... (orðinn dágóður listi)
- Nýjar spyrnur að framan, bæði control og thrust arm
- Powerflex poly í spyrnur að framan og sway bar
- Ný millibilsstöng ásamt idle arm
- Nýjir stýrisendar
- Nýjir demparar - Koni stillanlegir
- Lækkunargormar
- Kmac camber plötur
- Nýjir samsláttarpúðar og drulluhlífar á dempara aftan og framan
- Nýjir sway bar endar aftan og framan
- Powerflex poly í subframe og sway bar að aftan
- Kmac stillanlegt poly í trailing arma
- Nýjir pitman armar
- Nýjir bremsudiskar + klossar hringinn.
Búið að vera gífurlega kostnaðarsöm aðgerð í heildina, og alveg HUNDLEIÐINLEGT að skipta um þessa hluti. En djöfull lofaði þetta góðu í prufuferðinni aftur til Akurerar, og þó gjörsamlega vanstilltur á hjólum.