Joined: Mon 02. May 2005 21:23 Posts: 3733 Location: 108
srr wrote:
Kemst barnavagn í svona tengdamömmubox ? Þá væntanlega með að taka rúmið af stellinu ?
Þetta var kannski villandi orðað, en nei, barnavagnin mun vera í skottinu, en jafnvel á station leggur hann megnið af skottinu undir sig. Sé fyrir mér að vera með vagninn þar, ásamt mat, drykk og því sem kemst í viðbót, föt og annar léttari farangur verður í boxinu
Joined: Mon 02. May 2005 21:23 Posts: 3733 Location: 108
Fór með þennan niðrí vinnu í dag og ætlaði að gera heiðarlega tilraun til að hækka þennan að aftan.
Vandamálið var í nokkrum þáttum:
#1. Bíllinn var full lágur að aftan. #2. Bíllinn var full mjúkur að aftan (niður af hraðahindrunum og slíkt) #3. Bíllinn var með hleðslujafnarakerfi að aftan sem hefur verið fjarlægt. #4. Bíllinn var með gorma og dempara undan E34 540i sedan, ekki touring.
Eftir nokkra umhugsun fór ég uppí AB varahluti og keypti Heavy Duty gorma undir touring:
Mældi hæðina á bílnum áður en ég byrjaði: C.a. 62cm
Tók annan demparann úr, eitthvað bogið við þetta?
Nýji últra mega tekknó gormurinn jafn langur þeim gamla, á meðan sá gamli er undir pressu frá demparanum Skoðum þetta betur: Eitthvað mun hann hækka lítið með þessu Prófaði að henda þessu samt undir og sjá....
C.a. 63cm og bíllinn á pottþétt eftir að setjast eitthvað, þaaannig aaaaað...... Tókst ekki alveg að hækka bílinn
Gömlu gormarnir eru 12.6mm í efnisþykkt en nýju 13.1mm Þeir eru stífari og held ég að bíllinn sé mun stífari (á eftir að prófa almennilega) En ég þarf annað hvort að smíða mér klossa eða kaupa klossa í hann að aftan til að hafa þetta eins og ég vill Núna ætti ég allavega að geta hlaðið hann af farangri og farið í fríið í lok mánaðar án þess að hann leggist á kviðinn!
Skelltu bara upphækkunarklossum í hann að aftan og svo getur þú tekið þá úr þegar þú ert búinn í fríinu já eða bara haft þá í bílnum, svo væri ekki vitlaust að óska eftir svona klossum hérna á kraftinum þar sem að það hefur eflaust einhver rifið svona úr bíl hjá sér til þess að lækka hann
Joined: Mon 02. May 2005 21:23 Posts: 3733 Location: 108
ömmudriver wrote:
Skelltu bara upphækkunarklossum í hann að aftan og svo getur þú tekið þá úr þegar þú ert búinn í fríinu já eða bara haft þá í bílnum, svo væri ekki vitlaust að óska eftir svona klossum hérna á kraftinum þar sem að það hefur eflaust einhver rifið svona úr bíl hjá sér til þess að lækka hann
Hefði gert það ef það hefðu verið til klossar, hefði smíðað þá ef konan og mánaðargamla krílið hefðu ekki verið heima, bíl og barnavagnslaus
sh4rk wrote:
Það verður nú að vera eitthvað notkunargildi fyrir þessa bíla, ekki bara slamma þetta í drasl svo þú komist ekki útaf malbikinu
Já, Fattaði það að þetta er eina vitið!!! Þetta er sennilega eini budget BMWinn sem maður getur trillað fjölskyldunni hvert á land sem er allan ársins hring!
Skemmtilegra en að eiga BMW í skúrnum og aka um á Toyotu 9 mánuði á ári
Ég er að elska þennan bíl meira og meira!!! Konan er ekkert í skýjunum með að fara af E39 molanum yfir á þetta..... "Ég sé og finn að hann er gamall"
Joined: Mon 02. May 2005 21:23 Posts: 3733 Location: 108
Jæææja.....
Var að koma heim eftir viku á norðurlandi...
fyrsta mission: Pakka fyrir 4 í viku, 2 fullorðnir, ein 4 ára og einn 2mánaða. Stór hluti farangursins, en alls ekki allt!: Eins gott að skella þessu á fóninn og byrja..
Vagninn kominn í sundur
Hérna eiga ennþá eftir að koma 4 sængur og koddar ásamt nokkrum pokum af mat! Boxið, eða "Davíð Már" eins og ég kalla það:
Allt pakkað og klárt, Bara smá atriði eftir, láta ballansera dekkin, en hann víbraði aðeins í stýri þegar ég fékk hann. Kom í ljós í ballanseringunni að Ein felga er kengbogin Og 2 dekk eitthvað furðuleg (eins og smá kast á dekkjunum, þó ekki augljóslega vírslitin) Lét bara ballansera og vonaði það besta, en viti menn, bíllinn snarvernsaði Var alveg að falla á tíma, þurfti að fara í nokkrar verslanir og stússast fyrir ferðina, og búið að loka dekkjaverkstæðum þegar ég losnaði aftur Fór niðrí vinnu og víxlaði fram og afturdekkjum, og viti menn, hann versnaði aftur!!! Núna orðinn alveg ókeyrandi!!! klukkan orðin 22:00 og áætlaður farartími 08:00 Hringdi svo loksins í meistara Hemma (BL) en hann hefur átt 2 svona ix-a (og á 1 ennþá) og annar í fjölskyldunni hjá honum, og því ekkert nýtt fyrir honum í þessum málum. Hann þekkti vandamálið strax! Vegna þess hve hátt offsettið er, þá þýðir ekkert að vera feiminn við að negla lóð utan á felgurnar og ballansera alveg niður á 0! Gengur ekki að líma að innan, eins utarlega og hægt er, þarf að slá lóð utan á (ef þarf) Þannig að ég skutlaði fjölskyldunni á select í morgunmat, og lét ballansera uppá nýtt á meðan, svo var lagt af stað, með lágmarks stýrisvíbring
Bíllinn var bara draumur á veginum og kom ekkert á óvart nema:
1: Bíllinn vigtaði 2170kg hjá göngunum (sem er bara mikið miðað við að aftursætisfarþegarnir losa um 25kg samanlagt)
2: Eftir að hafa snattað með bílinn fullan af farangri og með boxið á toppnum 65km innanbæjar, og keyrt svo 400km útá þjóðvegi, þá fyllti ég aftur uppí stút á Siglufirði, og tók hann bara 47.75ltr Þetta gerir rétt rúmlega 10ltr/100km á 19 ára gömlum, 4x4, 2.17tonn, með 80x40cm box á toppnum
2.5: Eyðslan er ennþá merkilegri í ljósi þess að bíllinn er að ganga of kaldur! Þarf að finna útúr því!
Næst á dagskrá er að redda felgum og dekkjum (og gá hvort að framdrifið sé í lagi, trúi því varla miðað við eyðsluna )
Joined: Mon 02. May 2005 21:23 Posts: 3733 Location: 108
Þá fara 225/55R16 Michelin vetrardekk undir þennan á morgun, þannig að það er ekki séns að það snjói í vetur!!
Þegar ég skipti um stýrismaskínu í honum í sumar, þá fann ég að það var komið slag í innri stýrisenda. Þar sem ix-arnir eru einu E34 bílarnir með tannstangarstýri, þá hringdi ég uppí umboð og bað um stýrisenda... "Innri og ytri koma saman í setti, 50.000kr fyrir hvort hjól" s.s. 100.000kall stýrisendarnir
Er búinn að panta alla 4 fyrir mig að utan, á aðeins billegra verði, smá bið í þá þó
Búinn að keyra hann um 5k síðan ég fékk hann, og er hann kominn í 240.000km. Mjög ánægður með hann, en það er ýmislegt sem liggur fyrir í honum greyjinu, enda gamall og mikið keyrður,
Skipta um alla stýrisenda og hjólastilla: Taka hann í smurþjónustu: Skipta um öxulhosu (sjitt, var búinn að steingleyma henni ) Rúðuþurrkuspindlar leiðinlegir: Skipta um afturhlera: Skipta um keðju:
Er ekki að fara að hlaupa í þetta allt á nóinu, forgangsraða eftir öryggisatriðum bara, nýlega búin að stækka fjölskyldan og jól framundan, ásamt því að það er annar bíll á heimilinu sem þarf að klappa líka, Geri þetta á þeim hraða sem veskið leyfir bara
Users browsing this forum: No registered users and 11 guests
You cannot post new topics in this forum You cannot reply to topics in this forum You cannot edit your posts in this forum You cannot delete your posts in this forum