Jæja held að ég sé búinn að laga þennan leka í elementinu
Plaströrin sem sjást þarna á myndinni, sem tengjast í elementið fannst mér líkleg ástæða. Ég gluðaði smá sápudrullu yfir þau og blés í kælivatnsrörin, og viti menn!!
Efra plaströrið var með smá þéttingavandamál á samskeytum sem sjást reyndar ekkert rosalega vel á þessari mynd
Ég tók rörið í sundur, og gat hreinlega ekki fundið nein merki um neinn o-hring eða neina pakkningu

Þannig að það var sett létt límkíttishúð á þetta, sem bíður þess að þorna, svo að ég geti prófað aftur hvort að það leki

Svo er það bara B&L á morgun, kaupa í þetta miðstöðvarsíu, skipta um hana, mæla alla litlu mótorana þarna til að tékka á virkni, og ef allt gengur upp þá byrja ég að púsla saman á morgun
Og BTW! ef einhver hérna á peugeot eða einhvern bíl sem er með gatadeilingu 4x114 held ég alveg örugglega, og vantar felgur þá má hann láta mig vita

Á ágætar 5 arma álfelgur, og 2 alltílagi sumardekk fylgja

_________________
BMW 730i E32 1991
BMW 316i E36 1992 - Seldur
http://flickr.com/photos/emilth