Tók þennan bíl inn í skúr fyrir helgi.....
Planið var nú að skipta bara um perurnar, festa geymirinn og fara svo og fá fulla skoðun.
Eftir það ætlaði ég að skipta um sjálfskiptinguna.
En á leiðinni heim úr bænum á fimmtudaginn, þá ákvað drifskaptsupphengjan mín að gefa sig.
Gúmmíið rifnaði og þar af leiðandi var skaptið farið að skrölta í.
Þegar ég var kominn með bílinn inn í skúr og upp á búkka.....
Losaði ég pústið
Ætlaði því næst að losa drifskaptið og svo skiptinguna.
Þegar ég snéri drifskaptinu til að fá boltana nær mér....þá tók ég eftir því að bara annað afturhjólið snérist með því

Við nánari eftirgrennslan....þá var hægra afturhjólið bara FAST.
Svolítið skrítið fannst mér þar sem diskar og klossar að aftan eru nýlegir (<4000 km síðan)
Allavega.. ég tók bremsudæluna af þeim megin, pressaði hana saman og setti aftur á.
Steig á bremsupedalann og sama sagan,,, hjólið læsti sér aftur.
Tók dæluna aftur af, pressaði cylenderinn í henni langleiðina út....og pússaði allt upp (sást pínu á endanum á cylendrinum)
Hreinsaði diskinn (bíllinn búinn að standa í 10 mánuði núna, var samt ekki mikið á honum)
Hreinsaði bremsudæluna af ryði.....og liðkaði allt til.
Sá að á bremsudælunni voru nýleg gúmmí svo það hefur verið tekið dæluna upp fyrir ekki svo löngu.
Skellti dælunni svo aftur á. Prufaði þá að stíga á pedalann. Í þetta skiptið þá læstist hjólið ekki eins og áður.
Það var samt pínu stífara að ýta því en vinstra megin.
Svo prufaði ég aftur að snúa drifskaptinu,, þá snérist bara vinstra afturhjólið, eins og áður.
En ef ég sný hægra hjólinu sjálfur, þá snýst vinstra líka.
Mig er farið að gruna drifið,...svo ég ætla prufa bolta öxlana af drifinu og snúa því einu og sér.
Amk er það betur að koma í ljós að það er sennilegast ekkert að sjálfskiptingunni.
Annað hvort er þetta tregða í hjólabúnaðinum að aftan,, eða drifið með vandræði.
Þegar ég keyrði bílinn, þá var hann þunglamalegur í akstri og hélt ég að þetta væri skiptingin með vesen.
Þegar ég gaf vel inn til að koma honum eitthvað áfram

þá heyrðist svona hljóð eins og hjól væri að losna úr bremsu, en út af því að ég taldi alltaf að skiptingin væri málið...þá hélt ég að þetta væri hljóð í diskunum í henni.
En mér sýnist það vera að koma í ljós núna að það er ekki skiptingin sem er með vesen,, heldur annað hvort drifið eða hjólabúnaðurinn að aftan.
Kem með fréttir þegar ég er búinn að prufa drifið eitt og sér

Kannski ef einhver er með aðrar ráðleggingar, þá sakar ekki að posta þeim
Til að lýsa þessu kannski....þá var það þannig þegar ég fékk bílinn í fyrra....
..að annað afturhjólið (ég man ekki lengur hvort enda búinn að skipta) var rennislétt en hitt ekki.
Og ég veit það fyrir víst,,,að fyrrverandi eigandi (ekki Elvar F samt) hafi "reynt" að spóla á þessum bíl
Spurning hvort það hafi getað skemmt drifið á þennan hátt sem það er að haga sér hjá mér?