Jæja, pínu update og nokkrar myndir.
Fór með bílinn í Inspection I um daginn, lét gera þetta venjulega og svo var kíkt yfir bílinn og athugað hvaða hlutir væru orðnir slappir og þyrfti að skipta um á næstunni. Það var ekki mikið en þó var stýrisupphengja, millibilsstöng og fóðring að aftan orðið slappt. Læt skipta um það í vikunni.
Þurfti líka að versla ný afturdekk um daginn þar sem annað dekkið gaf sig og hitt líka á síðustu metrunum. Keypti Toyo T1R sem er það sama og var undir, sáttur með þau. Gallinn er að ef maður passar sig ekki þá er engin ending í dekkjunum
Svo ætla ég að láta hinn "legendary" Hr. X kíkja á kvikindið þegar hann kemur til landsins
Eins og er er alveg nóg fyrir mig að reka bílinn, enda er það alls ekki gefins fyrir mann í háskólanámi, en það er eitt og annað sem manni langar að gera þegar fjárráð leyfa.
Ég stefni þó á að láta sprauta framenda og húdd í sumar/haust, hann er orðinn leiðinlega grjótbarinn.
Á langtímaplaninu er pústuppfærsla, sýnist á því sem ég hef lesið mér til að það sé besta fyrsta modd sem maður gerir, þá er ég að tala um allt pústkerfið, flækjur aftur í endakúta. Spurning hvort maður fari í eitthvað tilbúið t.d. supersprint eða láti custom smíða hérna heima. Það kostar slatta pening þannig að það bíður eitthvað.
Annað sem ég er að velta fyrir mér er hvort ég ætti að setja M lip á skottið og jafnvel þakspoiler, get ekki alveg ákveðið mig í því.
Filmur í rúður er líka eitthvað sem ég er að spá í, það yrði þá að vera allan hringinn, meika bara ekki að láta atast í mér útaf framrúðunum þannig að það er spurning hvernig maður tæklar það.
Læt þetta duga í bili, læt nokkrar myndir fylgja sem ég tók í rúnti inn í Hvalfjörð á laugardaginn.
Fleiri myndir hérna
Tek það fram að ég er ekki mikill myndasmiður
