já ég skal alveg viðurkenna það að þetta er verðið sem ég borgaði fyrir hann,
engu síður þá kemur ekki helmingurinn fram þarfna af því sem í raun og veru var að honum,
ég kaupi hann með þeirri vitneskju að..
framdemparar búnir
miðstöðin virkar ekki
magasínið virkar ekki
stýrisdælan farin
olíuleki
hurðin farþega megin er föst.
stýrisendar á millibilsstöng
þegar ég var að keyra hann heim sá ég að það var eitthvað meira en lítið í gangi annahvort með mótor eða skiptingu,
bíllin hoppar í gang og gengur eins klukka algjörlega aukahljóðalaust, en leið og maður botnaði hann þá var hann hálf kæfður og máttlaus og þegar hann var að koma í útslátt þá byrjaði hann að missa úr titra og höggva og higgsta og lét öllum illum látum, ég var dauðhræddur um að skiptingin væri að gefa upp öndina,
ég hinsvegar.. áhvað að láta bara slag standa og í versta falli þurfa gera hana upp ef svo væri,
ég fór með bílin inn áðan, og kíkti á olíulekan, þá kom í ljós að ventlalokspakningarnar eru alveg illilega farnar og bíllin var búin að fylla kertagötin af olíu og háspennukeflin voru löðrandi í olíu og voru ekki að ná neinu sambandi, ég tók keflin úr honum og hreinsaði þau upp og blés allri olíu uppúr kertagötunum og hreinsaði,
bíllin alveg umbreyttist á eftir.. hann gengur þvílíkt smooth, vinnur og er allt annar, hann er hinsvegar enn að higgsta við rev limiterinn, ég ætla skella honum í tester og lesa úr tölvuni, gæti alveg trúað að það séu einhverjar villumeldingar í gangi jafnvel eftir að hafa verið með hálf sambandslaus kefli í greinilega einhevrn tíma. öll 4 keflin farþegamegin voru á floti, það er allavega greinilegt að það er alveg í 100% lagi með bæði vel og skiptingu,
ég kíkti svo á stýrisdæluna og eftir nánari skoðun komst ég af því mér til mikillar gleði að stæðsta bilunin sem átti að vera að bílnum er bara.. smámál, dælan er í lagi, það er hinsvegar farið að leka með hosu í hana og var hún því orðin tóm, ég fyllti á hana af glærum atf og stýrið er eins smooth og það gæti orðið, ég ætla panta hosunar í þetta á morgun,
ég kíkti líka á miðstöðina, hún var því miður ekki jafn gleðileg, það er farin í henni prentplata sem er ekki hægt að fá sér, og kostar einingin sem ég þarf 73þúsund, ég hinsvegar er búin að fá aðra miðstöð sem ég ætla prufa,
titringurinn sem ég hélt að væri í skiptinguni varð mun greinilegri eftir að ég lagaði háspennukeflin og kom í ljós að drifskapts upphengjan er orðinn slöpp, hún verður líka keyp á næstu dögum,
hurðin er jú föst, og ég hef ekki hugmynd um hvað er að henni, hurðin bílstjóramegin er líka hálf fubar, þetta hefur alveg forgang hjá mér þar sem ég nenni ekki alltaf að vera láta fóilk klofa yfir mig til að setjast inn
ég er allavega búin að renna vel í gegnum bílin, þetta er MIKLU heilli og betri bíll en ég hélt, ´bara komin tími á viðhald, búið að trassa það í dáldin tíma og því búið að hlaðast upp, þetta eru bara smáatriði hér og þar til að dunda sér í á kvöldin,
ég er sammála bjarka með að þetta eru bara svalir bílar, en eyða miklu margir og eru rándýrir í viðhaldi, ótrúlega tölvuvæddir og fullkomnir bílar, ég reyndar mældi minn frá því í gær og hann er búin að vera eyða 14.1l hérna innanbæjar, það finnst mér ekki mikið meðað við að hann er 1850kg með v8 mótor, oh fyllilega þess virði því ég get svarið að þetta er einn sá allra allra besti bíll sem ég hef nokkurntíman ekið.. BARA gott að sigla þessu um göturnar hérna.
ég var bara heppin að finan gott eintak á verði sem ég gat borgað án þess að þurfa fá lánaðan pening og get svo lagað sjálfur, bestu bílakaup sem ég hef gert lengi..