Skellti mér á þennan um daginn.
Þeta er sem sagt 328ia Touring sem Skúli srr flutti inn
Framleiddur 24. júní 1998.
Sjálfskiptur
M52B28 mótor, 192hö.
Blár að lit, Orientblau Metallic
RHD, stýrið hægra megin
Nokkuð vel búinn bíll, meðal annars
Dráttarkrókur
Ljós leðurinnrétting
M sport leðurstýri
Rafmagn í öllum rúðum
On board computer
Air condition loftkæling
Hér er linkur frá því að Skúli flutti hann inn. Vona að það sé í lagi
viewtopic.php?f=5&t=57764&hilit=e+36+touringTekinn í smá þrif session og bónaður létt, ekki veitti af! Var ekki til bónhúð á þessu, og þarna sér maður glitta í nýju rimmurnar sem ég verslaði undir hann
Tók og þreif leðrið alveg gífurlega og bar næringu á það







Það sem amar að bílnum er að það þyrfti að skipta um annað frambretti, komið ljótt ryð og eitthver ákvað að kreppu lækka hann og er hann á skornum gormun

og svo er krabbamein byrjað að láta vita af sér í skotthlera og er þessi fína dæld á honum líka. Svo vantar annað spegil coverið
Svo var hann á renni sléttum sumardekkjum að aftan þegar ég fæ hann og ég byrja á því að kaupa á hann vetrardekk og aðra skó
Mér finnst þetta fínasti bíll fyrir utan skornu gormana en það verður vonandi lagað fljótlega.
Planið er að:Skipta um frambretti og mála það
Laga eða skipta um skotthlerann og mála hann
Skipta um gorma
Redda spegil coveri og mála
Gera hann fínan og góðan bíl aftur
Læt þetta duga í bili, reyni að uppfæra eitthvað á næstunni.