bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW-action - hópferð árið 2005!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=4&t=7912
Page 1 of 7

Author:  saemi [ Sun 24. Oct 2004 22:44 ]
Post subject:  BMW-action - hópferð árið 2005!

Jæja félagar.

þar sem ekki tókst að rífa fólk frá heimahögunum þetta ár, þá er ekki seinna vænna en að fara að huga að ferðinni næsta ár!

Það skal sko fara næst. Þetta er viðburður sem enginn BMW-sveppur má láta fara fram hjá sér 2svar í röð!

http://www.bmw-action.de/

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=5930

Kíkið á "linkana" hér að ofan til að sannfærast.


Image

Image

Image

Image


Nú er bara að taka sig saman í andlitinu, styðja hvern annan í því að leggja eins og 5þús fyrir í hverjum mánuði. Þá erum við komnir með 40 kall á mann. Það dugir fyrir ferðinni, bara uppihald þá eftir!

Þetta er tækifæri sem enginn alvöru hneta má láta fara fram hjá sér fara.

ég ÆTLA sko að fara. Ég fæ mér bara nýja vini ef enginn af ykkur vill koma með :P

Author:  oskard [ Sun 24. Oct 2004 22:56 ]
Post subject:  Re: BMW-action - hópferð árið 2005!

saemi wrote:
ég ÆTLA sko að fara. Ég fæ mér bara nýja vini ef enginn af ykkur vill koma með :P



thats the spirit :!: ;)

Author:  Bjarki [ Sun 24. Oct 2004 23:55 ]
Post subject: 

Mjög góður fyrirvari á þessu núna. Maður verður hreinlega að taka stefnuna þangað næsta sumar og gera allt sem maður getur til að komast.

Author:  Einsii [ Sun 24. Oct 2004 23:57 ]
Post subject: 

djöfull það sem það væri samt gaman að geta farið a sinum eigin bil þangað !!

Author:  O.Johnson [ Mon 25. Oct 2004 00:19 ]
Post subject: 

Hver yrði sem sagt heildarkostnaður per mann, með flugi, bílaleigubílum, bensíni, inn á svæðið, mat, gistingu, áfengi, og öðrum ófyrirséum tilkostnaði og þess háttar ?

Author:  saemi [ Mon 25. Oct 2004 05:57 ]
Post subject: 

O.Johnson wrote:
Hver yrði sem sagt heildarkostnaður per mann, með flugi, bílaleigubílum, bensíni, inn á svæðið, mat, gistingu, áfengi, og öðrum ófyrirséum tilkostnaði og þess háttar ?


Það fer mjög eftir hversu mikið er drukkið, hvort gist er í tjöldum, hvort þú ætlar að kaupa mikið af dóti osfrvs.

Ég held ég geti eiginlega ekki svarað þessarri spurningu - eðe eiginlega geti enginn gert það.

En ef þú skoðar gamla linkinn þá var talað um verð þar, atriði talin upp sem ættu að svara allflestum liðunum sem þú varst að spyrja um.

Author:  gstuning [ Mon 25. Oct 2004 08:16 ]
Post subject: 

Ég ætla að gera allt sem ég get til að komast í þessa ferð

ég fór út 3svar í ár :P
þótt að ég fari bara einu sinni á næsta ári þá vil ég fara þangað!!

Author:  iar [ Mon 25. Oct 2004 09:29 ]
Post subject: 

Be there or be square!

Byrjaður að safna! :-)

Author:  Svezel [ Mon 25. Oct 2004 09:36 ]
Post subject: 

Jæja núna hefur maður enga afsökun! Tek sumarfríið mitt í þetta :)

Author:  gunnar [ Mon 25. Oct 2004 12:58 ]
Post subject: 

Já maður tekur stefnuna á þetta! Djöfull væri þetta gaman

Author:  Haffi [ Mon 25. Oct 2004 13:53 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Já maður tekur stefnuna á þetta! Djöfull væri þetta gaman



nei .. VERÐUR

Author:  Bjarkih [ Mon 25. Oct 2004 18:23 ]
Post subject: 

Ég sá nú ekkert um það hvenær á næsta ári þetta verður. Er það sami tími að ári, miður júlí? Gæti þá vel verið að maður skellti sér með ef maður verður búinn að kæla sig niður á Íslandi og jafna sig eftir bíladaga. Ein spurning svona í gríni, ef einhver fer á bíl væri hann þá tilbúinn að taka BMW-krafts grillið með? 8)

Author:  O.Johnson [ Mon 25. Oct 2004 21:49 ]
Post subject: 

Maður þyrfti helst að fá dagsetningu stafðfesta sem fyrst til að geta pantað strax

Author:  Kristjan [ Mon 25. Oct 2004 21:52 ]
Post subject: 

Ég byrjaði að safna 5k á mánuði fyrir 2 mánuðum síðan... ég hlýt að vera skyggn.

Author:  saemi [ Mon 25. Oct 2004 22:34 ]
Post subject: 

O.Johnson wrote:
Maður þyrfti helst að fá dagsetningu stafðfesta sem fyrst til að geta pantað strax


Það þarf nú ekki að panta með svona rosalega góðum fyrirvara held ég. Ég hugsa að það nægi að panta með svona 2-3 mánaða fyrirvara.

Ég geri hins vegar fastlega ráð fyrir að þetta verði um miðjan júlí eins og fyrri ár.

En svona er lífið, þeir eru bara ekki búnir að setja inn dagsetningu á þetta.

Page 1 of 7 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/