bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 20:22

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 40 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Mon 10. May 2004 01:10 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Farin verður BMWkrafts ferð til Þýskalands núna í sumar í Júlí.

Ferðinni er heitið til Luckau sem er 60km suður af Berlín. Þar verður árleg samkoma BMW áhugamanna sem koma hvaðanæfa að, þó sérstaklega frá heimalandinu, eða Þýskalandi.

Samkoman er haldin á gamalli herflugbraut í fyrrum austur Þýskalandi og er kjörin staðsetning fyrir ýmsar akstursþrautir sem haldnar verða.

Meðal uppákoma er: Kvartmíla, "Show-and-shine" keppni, hljómtækja keppni ásamt tónleikum að kvöldi til.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Flogið verður til Frankfurt með Flugleiðum snemma morguns (brottför rétt fyrir 8 ) föstudaginn 16 Júlí og heim (brottför um 13) á Mánudeginum 19. Einnig er hægt að haga ferðatilhögun að vild t.d. fara heim fyrr eða seinna í staðin. Flogið er daglega til Frankfurt í sumar hjá Flugleiðum.

Einnig er hægt að fljúga með öðrum flugfélögum eins og Iceland Express, en þá þarf að sjálfsögðu að finna hentugt flug áfram til Þýskalands. Vert er að benda á Ryanair, Easyjet og German wings í því sambandi.

Teknir verða bílaleigubílar á flugvellinum og kostar það um 8.000.- kr á dag fyrir bílinn. Það verða hámark 4 í bíl og því má reikna með að kostnaður á mann fyrir bílaleigubíl verði 6-10.500.- kr (3-4 dagar, 3-4 í bíl).

Flugfar fram og til baka með Flugleiðum kostar rétt rúmar 30.000.- krónur á netinu þegar þetta er skrifað í byrjun Maí.

Verð inn á svæðið er 25EUR sem er u.þ.b. 2000kr. Innifalið í því eru allar sýningar og tjaldsvæði.

Reikna má að uppihald á degi hverjum sé ekki undir 6.000.- á dag.

Eldsneyti fyrir hvern bíl verður á bilinu 10-15.000.- (rúmir 1000 km í akstur til og frá Frankfurt + 500 í annað, sem er c.a. 150L )

Heildarkostnaður á mann ætti því að vera rétt yfir 50.000.- miðað við ofangreint.

Fararstjóri verður Sæmi (Sæmundur Stefánsson) og mun hann stýra ferðinni af mikilli röggsemi og festu :lol:

Nei nei, en það verða engin fíflalæti og gáleysisgangur leyfð, bara skemmtun. Raðað verður í bíla eftir því sem fólk kýs, en að sjálfsögðu þurfa ókunnir einstaklingar að deila bílum í einhverjum tilfellum. Sem er hið besta mál til að kynnast félögunum í klúbbnum :P

Allir fá að keyra á bílunum sem teknir verða á leigu, eins og þeir komast áfram á "Autobahn" (sem á annað borð hafa til þess leyfi og vilja). En ræða verður haldin áður yfir þeim um hvernig á að haga sér við svoleiðis akstur.


Það verður tjaldað í hnapp (allir að taka með tjald og a.m.k. eitt hreint sett af nærfötum) og stuð verður á hverjum degi OG KVÖLDI.

Einnig er lítið mál að finna í Þýskalandi gistihús ef einhver nennir ekki að tjalda, þó svo að ég þekki ekki þetta svæði mikið og gæti verið svolítill erill vegna samkomunnar. En það væri þá í mesta lagi einhver hálftíma akstur til að komast í gistihús. Almennt verð fyrir 2ja manna herbergi er 60-80 EUR.

Það skal taka það fram skýrt að það þarf enginn að vera hræddur við að fara með. ÞAÐ VERÐUR FARIÐ hvernig sem þáttakan verður. Þó svo að það verði bara 2 einstaklingar (ég nenni ekki að fara einn). Allir eru velkominir og verða ekki skilnir útundan.

Þó svo þú hafir ekki einhvern vin þinn til að fara með þér þá skiptir það engu máli því öllum verður tekið opnum örmum og hópurinn verður haldinn allan tíman og passað upp á að enginn týnist.

Ef þú ætlar með, þá skaltu senda mér póst á smu@islandia.is Þú þarft ekki að vera 100% ákveðin(n), eina sem þarf að gera er að c.a. viku fyrir brottför þarf að greiða fyrir bílaleigubílinn og mun ég sjá um að panta bíla fyrir hópinn. Það er eina staðfestingin sem þarf að gefa til að koma með. Svo þú hefur alveg þangað til viku fyrir til að vera einn af hópnum. EN allir sjá sjálfir um að panta flugfar og borga það sjálfir og það mun verða dýrara flugfarið hjá Flugleiðum þegar nær dregur. Svo ef þú ert viss um að þú ætlar að fara með okkur þá skaltu panta flugfarið strax.

Ef það verður þannig að fólk fer með öðrum leiðum en Flugleiðum þá mun því verðað hagað þannig að bílaleigubílarnir verði teknir á þeim stöðum sem þau félög fljúga til og þeir aðilar keyra þá saman þaðan.

Nánari upplýsingar er að finna hérna á Þýsku:
http://www.bmw-action.de/

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Last edited by saemi on Fri 02. Jul 2004 16:29, edited 2 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. May 2004 01:25 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
B L I N G B L I N G !

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. May 2004 01:25 
I'm goin' :!:


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. May 2004 01:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Image

Ha verða einhverjir bílar þarna líka :lol:

Líst vel á ferðina og væri alveg maður í þetta ef það stendur vel á vinnunni hjá mér sem ég reyndar efast stórlega um :?

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. May 2004 01:38 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
SJIIIIIIII........mig langar en ég á enga pjenge :cry: Kem með næsta sumar ;)

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. May 2004 07:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Áhugavert, kannski maður rúnti bara frá .fr til .de og kíki á málið. Hver veit :D

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. May 2004 08:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Mér sýnist ég þurfa að kíkja upp eftir spáni til ykkar ;)

Ég og stefán verðum akkúrat á floti með flottum skvísum á spáni,, ef þetta hefði verið í ágúst hefði ég gert bæði,, bókað
en við sjáum hvað er hægt að gera :)

Ok var að skoða,, þetta eru svona 3500km aðra leið til ykkar, hmm, gæti verið þá frekar að maður skelli sér í flug í tvo daga eða eitthvað til ykkar þá frekar,, eða........................ bara á næsta ári

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. May 2004 08:46 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Góða skemmtun - ég verð á öðrum slóðum en lýst vel á þetta hjá ykkur.

PS, þarf ekki 24 ára aldur til að keyra bílaleigubíla erlendis?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. May 2004 09:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
góður punktur

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. May 2004 09:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
8) Vá þetta hljómar vel ég ætlar að reyna að komast í þessa ferð, alveg klárlega!

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. May 2004 10:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Og er ákveðið hvernig bílar verða teknir á leigu. ;)

Og hvernig er það, þarf ekki að vera orðinn 24 ára til að taka/aka bílaleigubíl þarna úti? (góður punktur hjá bebecar)

Mér finnst ekkert ólíklegt að maður skelli sér með. ;) :D

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. May 2004 10:51 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 18. Mar 2004 09:42
Posts: 573
Location: 700 Egilsstaðir
OMG 50kall....þargiggi neitt maður.......hmmmmmmm.....i´ll get back to you Sæmi :wink:

_________________
Gsm 841-1460 :naughty:
In the beginning the universe was created. This has made a lot of people angry and been widely regarded as a bad move."

Eina ástæðan fyrir því að Merc eru betri en Bmw er þetta dæmi með helvítis kasettuna hjá Bmw....wtf


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. May 2004 10:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Í Þýskalandi er nóg að vera 18 ára til að taka bíl í ódýrasta flokki, man ekki alveg hvað það er fyrir flokkinn þar fyrir ofan en ef leigutaki er eldri en 22 minnir mig þá má hver sem er keyra hann, þetta er hjá Sixt.
Þegar ég var 17 ára þá leigði systir mín e39 520i ekinn 7þús og ég keyrði hann nánast hvert sem farið var (m.a. til Ítalíu).
Eftir þetta þá hófst sterk ást mín á BMW bifreiðum sem ekki sér fyrir endan á!

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. May 2004 11:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Bjarki wrote:
Í Þýskalandi er nóg að vera 18 ára til að taka bíl í ódýrasta flokki, man ekki alveg hvað það er fyrir flokkinn þar fyrir ofan en ef leigutaki er eldri en 22 minnir mig þá má hver sem er keyra hann, þetta er hjá Sixt.
Þegar ég var 17 ára þá leigði systir mín e39 520i ekinn 7þús og ég keyrði hann nánast hvert sem farið var (m.a. til Ítalíu).
Eftir þetta þá hófst sterk ást mín á BMW bifreiðum sem ekki sér fyrir endan á!


Ok, ég býst við að teknir verði "alvöru" bílar á leigu, er það ekki annars? :bow:

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. May 2004 11:16 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Ég ráðlegg ykkur sem hafið áhuga bara að kíkja á heimasíðu Hertz (www.Hertz.com) og skoða bókunarmöguleika. Þá sjáið þið hvað er í boði.

En fljótt á litið þá er hægt að fá:

Mercedes C fyrir 217 EUR
Mercedes E fyrir 270 EUR
VW Golf fyrir 180 EUR

Það verður ekki vandamál að finna bíla, en ef taka á eitthvað eins og BMW 525i þá kostar það svona helmingi meira og ótakmarkaður akstur er ekki innifalinn.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 40 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group