bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 15:50

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 
Author Message
PostPosted: Tue 09. Jun 2009 12:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
MAF eða Loft massa mælir


MAF mælir magnið af súrefni í loftinu sem í gegnum hann flæðir beint og skilar því sem volt eða tíðni merki til tölvunar.
Þá skiptir engu máli hversu heitt eða kalt er, hver andrúmsloft þrýstingur er.

Þetta gerir tölvunni mjög létt að ákveða hversu mikið á að opna spíssanna því ef hún veit stærðina á spíssunum og hversu mikið af bensíni kemur út per hverja millisekúndu þá lítur tölvan í bensín töfluna og athugar hver mixtúran á að vera og reiknar þá út frá því hversu mikið af súrefni er að koma inn og hversu mikið af bensíni þarf á móti.

Þetta er tilvalið í OEM bíla. Sama vandamál er samt sem áður með MAF og AFM er að því stærri sem þeir eru því verri verður upplausn í lægri flæði. Enn það eru til mjög góðir MAFar sem skila þolanlegri upplausn og geta mælt mjög mikið loftflæði

MAF notar þráð sem er í loftflæðinu sem er hitaður , mafið skoðar hversu mikið rafmagn þarf til að viðhalda ákveðnum hita á þræðinum ,þannig veit MAFið hversu mikið af lofti er að flæða framhjá því flæðið kælir vírinn og þarf þá meiri straum til að viðhalda hitanum.

Vandamálið með MAF er að þeir eiga til að bila eða versna og þeir eru dýrir að skipta um.

Helsti kosturinn er auðvitað nákvæm mæling og það skiptir ekki máli hvað vélin gerir eða er breytt MAFið mælir það.
t,d Hefur einn fittað M50 innspýttingu og kveikju á M20 vél með M50 tölvunni og alles og vélin gengur frábærlega alveg ótjúnað.

Ef maður er með flæðirit yfir MAF og flæðirit yfir spíssanna er hægt að reikna nokkuð nákvæmt út bensín map fyrirfram.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 09. Jun 2009 12:49 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
Og tölvan veit hversu mikið súrefni er í loftinu meðaðvið IAT sem er oft í sama stykkinu.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 06. May 2010 14:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Til að bæta við og útskýra málið með MAF og Innspýttingar.


Ef maður tekur inn meira loft í gegnum MAF. Þá verður bílinn ekki lean , þ.e mixtúran hefur minna bensín enn áður.
Þetta er af því að MAF mælir raunverulega loftið sem fer inn. Og það er breytilegt eftir gjöf (augljóslega)

Og töflurnar í vélinni enda ekki á toppnum á vélinni sem MAFið var sett á. Þannig að meira loftflæði einfaldlega er mælt og tölvan hendir með meira bensíni.

Hérna sést hvernig einhver vél gat áður náð mest cirka 330kg/klst af lofti og MAF mælir það cirka 3.5v
Svo er vélinni breytt og þá skiptir engu hvað það er sem er breytt við hana, stærð, ásar, supercharger, turbo eða hvað sem er, þá getur hún flætt 350kg/klst og mælir tölvan það sem 3.7v cirka.

Image

Það er ekki fyrr enn að MAF er kominn í einhver ákveðin volt að tölvan getur ekki fylgst lengur með loftflæðinu og
þá opnast spíssarnir ekkert frekar og það verður þá lean þegar vélin flæðir fyrir ofan það.

Málið er að MAF kerfi eru hönnuð þannig að tölvan veit stærðinna á
Spíssum, MAF. Það er eina sem henni vantar til að gefa rétt bensín þegar hún fylgist með snúningunum.

Ég veit að það hljómar voða ótrúlega að maður getur t.d sett M50 non vanos tölvu á M20 vél.
Eina sem þarf að breyta er að færa knastásaskynjarann svo að tímasetningin á kveikjunni er rétt.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group