Ég ætla bara að tilkynna það að ég er hættur að styðja Ferrari, amk næstu 3 árin.
http://www.mbl.is/mm/sport/formula/2009/09/30/ferrari_stadfestir_radningu_alonso/Quote:
Ferrariliðið staðfesti í dag, að Fernando Alonso hafi verið ráðinn sem ökuþór til liðsins á næsta ári í stað Kimi Räikkönen. Alonso samdi til þriggja ára.
Þar með er staðfestur margra mánaða þrálátur orðrómur og mesta opinbera leyndarmál formúlunnar í ár verið formlega viðurkennt. Alonso mun hafa Felipe Massa að liðsfélaga.
„Við erum einkar stoltir af því að bjóða velkominn í liðið okkar sigursælan ökuþór, sem sýnt hefur einstaka færni með því að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra tvisvar til þessa,“ sagði Stefano Domenicali, liðsstjóri Ferrari í dag.
Líklegt þykir að Räikkönen hverfi aftur til síns fyrra liðs, McLaren og keppi þar samhliða Lewis Hamilton. Finninn vann titil ökuþóra á sínu fyrsta ári með Ferrari, 2007, en hefur dalað allar götur síðan. Því ákvað Ferrari að losa sig við Räikkönen þótt hann hafi verið samningsbundinn liðinu út 2010.