Aron Andrew wrote:
siggikef wrote:
Driftarar athugið!
Skipulagning leikdagsins gengur vel og við búumst við miklum fjölda af áhorfendum enda verður þessi leikdagur hluti af hátíð sem Kadeco heldur og sú hátíð er gríðarlega vel auglýst. Vel gengur að finna fólk til þess að sýna listir á rallýbílum og fjórhjólum en driftarar hafa ekki skilað inn umsókn enn sem komið er. Ákveðins misskilnings virðst gæta en eins og hefur komið fram þá er þetta sýning en ekki keppni. Bæði til þess að kynna þetta sport fyrir suðurnesjamönnum en líka að sýna félaginu að það er til fólk sem langar að keppa í þessari íþrótt og að það sé í raun glóra í því að halda driftkeppnir.
Ein aðalástæðan fyrir því að klúbburinn valdi að hafa drift með á þessum leikdegi er til þess að kanna áhuga fyrir þessari íþrótt með það að sjónarmiði að halda alvöru keppnir í sumar. Við höfum greiðan aðgang að mjög stórum malbiksplönum upp á velli eins og t.d. Motorpool á móti N1 benínstöðinni en stjórnin valdi þessa staðsetningu til þess að vera eins nálægt félagsheimilinu og hægt er.
Er alls ekki að reyna að lasta þetta á nokkurn hátt, finnst þetta gott framtak.
Eeeen þið vitið að það voru haldnar 5 keppnir í íslandsmótsröð í fyrra og að það eru jafn margar planaðar í ár er það ekki?
Þetta eru orð í tíma töluð Andrew,,
ákvað að segja ekkert,, en þar sem þú braust ísinn á hógværan hátt,, þá get ég ekki annað en spurt,, hvað eru menn að spá þarna suðurfrá,,, þeas varðandi drift
1) Er búið að halda driftmót á Íslandi .. (( ef svo er,, hvert er ferlið í þeim málum .. kynntu menn sér það eitthvað ??))
2) Þar sem spes driftdeild er innann akstursíþróttasambands,, afhverju eru menn að rembast eins og rjúpan við staurinn..og viðra hugmynd með
cape-south drift challenge3) þeir sem eru að skriðaka ,, eru alveg klárlega ekki að fara að taka þátt í tveimur deildum..
4) síðast þegar eitthvað svona var haldið suðurfrá ,, þá fannst mér ,, og ég veit að Þórður ONNO er sammála mér,, vegið að akstursbraut.is
SÁLUGU afhverju,, jú Einar Magnús Magnússon hafði verið þarna ((á akstursbrautinni )) á vegum
www.us.is og lýsti mikilli hrifningu með þetta framtak hjá Halldóri og co.. við Þórður spjölluðum heil-lengi við hann ,, Þórður meira en ég og allt var að gerast,,
neinei,, næsta sem maður heyrir er það að us.is og aðrir eru með uppákomu á vellinum,, skömmu seinna ,,
við Þórður vorum hreinlega agndofa ,, og fannst orðið svik vera næstum hrundið af vörum vorum,,
Alltaf gott með framtak af einhverju leiti,, en stundum mætti hlúa að því sem til er ,
Gunnar Bjarnason formaður AIH,, sóttist eftir á sínum tíma eftir svæði þarna suður-frá .. en honum var bent á malarhaug í Sandgerði sem hann gæti fengið,, á meðan voru pólitíkusar að moða með fyrrum US svæðið,,,,,, ((pottþétt til að reyna að hygla sér og sýnum IMO ))
Maður er nett pirraður yfir því að þarna er hrikalega mikið svæði sem hefði hægt verið að gera að framúrskarandi mótorsportsvæði ,, eðlilega með einhverjum tilkostnaði.. en ráðamenn hafa hreinlega neitað að sjá birtu eða ljós við slíkum hugmyndum,,
ég skil vel að menn mæti ekki og brenni gúmmi og gera,, skora frekar á SUÐVESTURS-HORN íbúa að mæta á AIH brautina og horfi á keppendur þreyta keppni sín á milli í Íslandsmóti sem framundan er ,, og styðja drengilega við bakið á keppendunum ,, sem eru að kosta miklu til,
en hvað sem því líður þá óska ég Suðurnesjamönnum velfarnaðar á degi þeim sem hinn mikla aksturíþrótta-gleði og listasýning mun eflaust gleðja glyrnur áhorfenda og annara
Góðar stundir