bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
GPS Navigation https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=9031 |
Page 1 of 1 |
Author: | Thrullerinn [ Mon 24. Jan 2005 13:44 ] |
Post subject: | GPS Navigation |
Ég er að velta fyrir mér hvort einhver hafi notað gps navigation sem var svona "on dash" þ.e. bara unit til að leggja á mælaborðið. Allar ábendingar vel þegnar ![]() Þröstur |
Author: | gstuning [ Mon 24. Jan 2005 13:54 ] |
Post subject: | |
Ég notaði einu sinni eldgamalt tæki frá Liege til Frankfurt, það gékk svosem vel en hefði verið betra að skoða kort betur ![]() þar sem að þetta hafði enga vegi eða neitt svoleiðis og ég var 7tíma að komast 400km , þegar ég keyrði alltaf yfir 150kmh loks þegar ég komst til þýskalands ![]() Djöfull var gamann ,, væri svo til að fara til Germany og keyra bara autobahnið á milli bæja ,, vera í einum bæ, keyra heillangt og stoppa yfir nótt og skoða sig um daginn eftir , aðra nótt og rúlla svo í annan bæ daginn eftir það ![]() og hafa svona 500km lágmark á milli bæja |
Author: | Bjarki [ Mon 24. Jan 2005 14:30 ] |
Post subject: | |
Þetta var aðeins rætt fyrir nokkru: http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=8557 |
Author: | Thrullerinn [ Mon 24. Jan 2005 18:49 ] |
Post subject: | |
Bjarki wrote: Þetta var aðeins rætt fyrir nokkru:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=8557 Takk, var efins um þetta innlegg, hafði á tilfinningunni að þetta hefði verið rætt.. ![]() |
Author: | jth [ Mon 24. Jan 2005 19:14 ] |
Post subject: | |
Ég hef reynslu af bæði PDA og Laptop tengdum við GPS. GPS búnaðurinn var frá Pharos, tengdur í compact flash slot á bæði PDA og svo CF-adapter á Laptop. PDA: Notaðist við Ostia hugbúnaðinn sem fylgir Pharos. Nánast alltaf réttar leiðbeiningar, góðar uppfærslur á hugbúnaðinum - en PDAinn (Dell Axim 400MHz) var í raun of hægur f.þetta allt saman. Laptop: Notaði Microsoft Streets and Trips. Hér var ekki hægt að sjá "Turn by turn" leiðbeiningar / leiðbeiningar í rauntíma sem er mjög hjálplegt! Ekkert vandamál með hraða hér - en þegar laptop er kominn í framsætið er farið að þrengja svolítið að farþega. Engin leið var að láta þetta "falla inn í" cockpittið, og alltaf töluvert maus að taka með spennubreyti, starta öllu saman, taka tölvu úr bílnum inn í hús etc etc. Þrátt fyrir að sniðugt sé að vera með PDA sem býr yfir GPS og getur hjálpað manni með staðsetningar, þá er það mín skoðun að ekkert geti komið í staðinn fyrir tæki sem er "hreinræktað" í hlutverkið. Kostir við tileinkað GPS tæki: Fyrirferðalítið (oftast) Hraðvirkt Hægt að festa í mælaborð, jafnvel rúðu Oft með meiri möguleika ( raddleiðbeiningar, leiðbeiningar í rauntíma etc) Ef þú ert að spá í þetta fyrir akstur í Evrópu, þá myndi ég spá vel í að fá mér "hreinræktað" GPS tæki. Við fórum í skíðaferð frá Þýskalandi yfir til Austurríkis fyrir 3 árum, og þökk sé miklu tuði í okkur og plássleysi í 318i (sem er önnur saga að segja frá ![]() ![]() Á roadfly.org hefur mest verið talað um Magellan GPS tæki, og láta þeir vel af þeim. Hérna er útgáfa með 10GB HDD, og sérstaklega hugsuð f.Evrópu. http://www.magellangps.com/en/products/product.asp?PRODID=1010 Leyfðu okkur að fylgjast með hvaða græju þú endar með ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Tue 25. Jan 2005 22:39 ] |
Post subject: | |
Ég er eiginlega búinn að ákveða að kaupa TomTom go, þetta virðist vera snilldartæki, fyrir 400 pund. Ég er búinn að lesa nokkur "review" um þetta tæki og líst vel á, nú er bara að athuga hvort þetta sé til hér á landi sem mér sýnist ekki. review á amazon: http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASI ... 57-6832617 Einhver á leiðinni til útlanda ? ![]() |
Author: | jth [ Tue 25. Jan 2005 23:16 ] |
Post subject: | |
Flott græja, hljómar mjög vel út frá amazon reviewunum. Auðvitað erfitt að dæma það án þess að sjá tækið í action, en mér finnst grafíkin skýr og fín: ![]() Kostar rétt rúman $700 kall hér úti - alveg er ég sannfærður um að þú getir sannfært einhvern til að skreppa í helgarferð til DC með þér og pikka upp eitt svona stykki ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Tue 25. Jan 2005 23:30 ] |
Post subject: | |
jth wrote: Flott græja, hljómar mjög vel út frá amazon reviewunum.
Auðvitað erfitt að dæma það án þess að sjá tækið í action, en mér finnst grafíkin skýr og fín: ![]() Kostar rétt rúman $700 kall hér úti - alveg er ég sannfærður um að þú getir sannfært einhvern til að skreppa í helgarferð til DC með þér og pikka upp eitt svona stykki ![]() Alveg er ég sannfærður um það sé hið minnsta mál að "einhver" hefði ekkert á móti að fara í helgarferð til DC. ![]() Ég fer að vinna í málinu ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |