force` wrote:
Mér finnst bara fáránlegt að vera að læsa þræði ef manneskjan hefur auglýst áður. Ekki nema það sé "ein auglýsing per notanda" policy í gangi. Þarna inní bmw til sölu var einhverjum þræði læst því að hann hafði auglýst bílinn mánuði fyrr. OG HVAÐ ?
Er það hættulegt ?
Persónulega þá finnst mér alveg hrottalega leiðinlegt að vera að lesa eldgamlar auglýsingar sem ekkert stendur í nema *bömp* *ttt* og þannig vesen.
Og hvað er eiginlega málið?
Þetta skil ég bara alls ekki, hefði skilið það ef það væri bara einhverjir dagar á milli, en síðasta SVAR á hinum þræðinum er síðan 6 júlí.
Reyndar hefur einmitt verið sú "policy" í gangi að það sé ekki endalaust verið að auglýsa sama hlutinn aftur heldur er frekar leyft að bæta við auglýsingaþræði til að "bömpa" auglýsingum upp, koma með nýjar upplýsingar osfrv.
Gallinn við þetta er auðvitað eins og margir hafa tekið eftir að auglýsingar geta farið út í alveg ótrúlegt bull og vitleysu þar sem hver sem er getur póstað inn í þær.
En í dag er þetta semsagt svona.
PS: Bara til að benda á aðra möguleika þá er það t.d. þannig á kvartmíluspjallinu að ekki er hægt að svara auglýsingapóstum og auglýsingum eldri en X vikna gömlum er hent sjálfkrafa. Þetta krefst þess auðvitað að fólk geri almennilegar auglýsingar með góðum kontactupplýsingum en á móti hverfur kjaftagangur ("kerlingaþvaður"

) og annað bull alveg. Ef fólk þarf nauðsynlega að tjá sig opinberlega um einhverja auglýsingu getur það bara gert það í öðrum offtopic þráðum.
Þetta finnst mér persónulega mjög sniðugt kerfi þar sem óþarfa bull í auglýsingum angrar mig mikið. Ef ég væri að auglýsa bílinn minn til sölu og allt í einu færi umræðan að snúast um öll tjónin sem allt annar en samskonar bíll hafi lent í. Þetta væri ekki mikið að hjálpa mér að selja minn.