jth wrote:
Heizzi wrote:
annað eins hefur nú fengið að fjúka á þinginu, og mergur málsins er sá að þetta er sagt í hita leiksins án þess að nokkur eiginleg meining sé að baki...
Ég hefði áhuga á að vita hvað hafi áður verið sagt í þingræðu sem jafnast á við þessi ummæli! Ef ræður þingmanna standa saman af ummælum sem eru "...sögð í hita leiksins og án þess að nokkur eiginleg meining sé að baki..." þá held ég að við þurfum heldur betur að endurskoða kjör okkar á leiðtogum landsins.
Steingrímur hefur þótt skemmtilegur ræðumaður og vel máli farinn - en ummæli sem þessi eru fyrir neðan allar hellur.
Staðreyndin er raunar sú að þetta dregur allan mátt úr málflutningi hans, hann hefur fyrirgert öllum frekari viðræðum milli sín og Davíðs hvað þetta mál varðar.
Finnst þér jth semsagt hin frægu ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar um "skítlegt eðli" ekki jafnast á við þetta....
Aldrei minn kæri jth sagði ég að ræður þingmanna samanstæðu af ummælum sögðum í hita leiksins....
Það sem ég átti við var að þessi einstöku ummæli Steingríms um Davíð væru sögð í hita leiksins.
Ég er fullkomlega sammála þér um að þetta dragi allan mátt úr málflutningi hans, þetta var engan veginn málefnalegt, enda sprottið af tilfinningum og þegar tillfinningar taka völdin þá fær skynsemin oft að víkja....
Mér finnst ansi margir hérna vera að setja sig háan hest og dæma menn fyrir að missa stjórn á tilfinningum sínum eitt augnablik... já það er gott að vera fullkominn...

arnib wrote:
En hvar var Davíð þegar þetta átti sér stað?
Og af hverju mætti hann ekki til að ræða málin?
nákvæmlega...