bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 05:40

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 14 posts ] 
Author Message
PostPosted: Mon 23. Apr 2012 22:13 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Eitthvað af þessu var komið í Nurburgring þráðinn en leyfi þessari samantekt að
fá eigin þráð....



Var að vinna í Frankfurt um daginn og á sunnudegi hættum við kl. 15.
Vinnufélagarnir vildu fara í gokart en ég benti þeim vinsamlega á að besta alvöru
braut í heimi væri í 90 mínútna fjarlægð og væri opin til 19.

Eftir smá skoðanaskipti og fleiri vinsamlegar ábendingar frá mér um Nurburgring
þá féllust þeir á að fara þangað. Við vorum á bilaleigubíl og gátum þar af leiðandi
ekki keyrt hann á hringnum. Ég hringdi því í vin minn Dale hjá Rent4Ring,
http://www.rent4ring.com, og pantaði hjá honum Suzuki Swift og sagði að við yrðum hjá
honum um kl. 5.

Á leiðinni messaði ég yfir vinnufélögunum ráð og reglur varðandi hringinn. Þeir
ættu bara að keyra rólega, halda sig til hægri á brautinni og fylgjast vel með í
speglinu.

Vorum komnir tímanlega og nóg til af Súkkum:
Image

Við fengum nýjan bíl, Stage 1, þe. 130hp, Öhlins fjöðrun, upgraded bremsur,
Federal semislikkar og búr.
Image

Við keyptum semsagt pakka sem innihélt bílinn, 6 hringi á brautinni og bensín,
semsagt "all included". Þetta gerði ca. 20.000 á kjaft, vorum 3. 6 hringir á 2 tímum
er frekar tight en átti að hafast.

Planið var semsagt að ég myndi keyra með þá fyrst einn hring til að sýna/kenna
og færi síðan sem farþegi þegar þeir keyrðu. Þetta gekk fínt til að byrja með,
keyrði einn hring með þann fyrri:
Image

Svo keyrði hann sjálfur hring. Hann stóð sig nokkuð vel, þurfti nokkrum sinnum
að biðja hann um að slá aðeins af, pínu red mist í gangi.

Í þessum seinni hring sáum við bíla stopp rétt fyrir
Flugplatz og leit út fyrir að það hafi orðið óhapp/árekstur. Sá líka einn
Lotus Elise sem ég kannaðist við, ekki margir með fjólubláan topp :)

Allavega, þegar við komum inn í pittinn þá var búið að loka brautinni og á
kortinu blikkaði punkturinn þar sem slysið var. Við fórum því að skoða græjur :cool:
Image

Image

Image

Image

Rúmlega hálftíma seinna kom Lotusinn kunnuglegi inn í pitt og þetta var semsagt
sá sem mig grunaði. Hann heitir Dave Evans og er virkur á http://www.northloop.co.uk.
Hef oft hitt hann áður á slaufunni. Með honum var Andy Carlisle sem er mótorhjólakappi
sem á vel hraða hringi á slaufunni. Allavega, þeir sögðu að þetta hafi verið aula"slys"
dauðans, einhver tekið framúr kínverskum túrista vitlausu megin og honum
varð svo mikið um að hann strauaði vegriðið. Reyndar mjög létt þannig að
bíllinn var eiginlega óskemmdur. Hins vegar þýddi þetta 2 lögreglubíla,
brautarstarfsmenn, skýrslur, rukkun fyrir 12 vegriðseiningar (ripoff) og
klukkutímatöf - eitthvað sem við þurftum ekki.

Allavega, þegar opnaði aftur var rétt tími fyrir 2 hringi þannig að það var
ákveðið að ég færi með þann seinni sem farþega og hann myndi síðan keyra
lokahringinn sjálfur. Hér er hringurinn, hann er að taka upp - þurfti nokkrum
sinnum að stappa í hann stálinu - honum leist ekkert á þetta :)
http://www.rngtoy.com/thordur/almennt/2 ... ft_lap.wmv

Þegar við komum aftur inn í pittinn og klukkan 12 mínútur í voru helv.
gaurarnir búnir að loka hringnum :( Þannig að sá seinni fékk ekkert að
keyra sjálfur.

Þannig að við fórum aftur upp í Rent4Ring til að skila bílnum og voru þeir
það almennilegir að þeir endurgreiddu þeim sem ekkert fékk að keyra.

Á eftir skelltum við okkur á Pistenklause sem er skylda fyrir þá sem fara á
hringinn, http://www.am-tiergarten.de/en/restaura ... tenklause/

Svo var brunað aftur til Frankfurt, komnir þangað kl. 22, vel sáttir eftir daginn.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 23. Apr 2012 22:52 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 26. Sep 2003 23:08
Posts: 252
Location: Hafnarfjörður
Hehe... greyið maðurinn sem fékk að sitja í hjá þér. Hann var ekki að drífa sig jafn mikið og þú.

_________________
BMW 320 e36 "93 -í notkun-


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 24. Apr 2012 01:47 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
Hahaha! Í guðs bænum strappaðu þennan félaga þinn í ringtoy og beindu camerunni að andlitinu á honum


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 24. Apr 2012 10:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Kristjan PGT wrote:
Hahaha! Í guðs bænum strappaðu þennan félaga þinn í ringtoy og beindu camerunni að andlitinu á honum


Gæti verið áhugavert :mrgreen:

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 27. Apr 2012 16:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 11. Mar 2007 20:57
Posts: 1783
Location: Kaupmannahöfn
"Þú þarft ekkert að flýta þér mín vegna sko"

Brilliant video :lol:

_________________
Volvo 945 Túúúúúrbó

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 28. Apr 2012 21:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Haha. Þetta myndband er æðislegt :D

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 28. Apr 2012 23:09 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 31. Mar 2004 13:58
Posts: 514
Location: Reykjavík / Sjórinn
Ég var þarna úti á F1 kappakstri ... og vissi ekki af þessari leigu :(

_________________
Guðmundur Geir Einarsson
Porsche 944S2 -> LS1
BMW 330xd Touring
Nissan Micra 2,0GTi
Hyundai Terracan
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 29. Apr 2012 09:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
GudmundurGeir wrote:
Ég var þarna úti á F1 kappakstri ... og vissi ekki af þessari leigu :(


Þær eru nokkrar þarna - hér geturðu td. leigt marga áhugaverða, þám. Porkera:
http://rsrnurburg.com/car-rentals-and-p ... ar-rentals

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 03. May 2012 10:22 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 29. Dec 2008 10:17
Posts: 270
Location: Garðabær
Schnilld :thup:

_________________
Benedikt Hans Rúnarsson


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 09. May 2012 20:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Skellti enskum texta á myndbandið :lol:


_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 11. May 2012 16:56 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 05. Jun 2006 23:36
Posts: 523
Location: Rvk
haha hvaða svaka hræðsla er þetta :lol:

_________________
Jón Bjarni
BMW 530D E-39 2002 MR.X :twisted:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 11. May 2012 19:59 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
Það er nátturulega ekkert skrítið að maðurinn sé hræddur í Suzuki :lol: :lol: :lol:

Annars er ansi mikið af fólki sem er svona , hefur ekki tilfinningu fyrir "limitinu" og það er ekkert við það að sakast um þetta. Sumir bara eru svona.
Besti parturinn er samt " Og nún eltum við þá uppi"..."NEINEINEINEI"


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 11. May 2012 21:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
hvað ætli orðið "rólega" hafi komið oft fyrir? :lol:

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 12. May 2012 11:37 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. May 2004 20:38
Posts: 574
Location: keflavík
haha helviti gott mynband!

þetta er einhvað sem mer langar að gera að keyra Nurburing hringinn!

_________________
The cheapest car rental in Iceland http://www.car4rent.is/


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 14 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 14 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group