bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 11:56

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 7 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sat 31. Mar 2012 22:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
var að háþrýsti þvo hinn svo mjög digga Terrano fyrir eflaust viku síðan, þegar það kom "skyndilega" í ljós að það sem ég hafði áður talið sílsa, var varla nema lakkið, og þegar ég gáði betur þá var hreinlega horfinn undan bílnum 3/4 af sílsinum. bæði innra og ytra birði og endinn að hjólaskál. boddýfesting laus frá og upp í gólf

þetta er nú lenska í þessum bílum. og ekki lengra en tvö ár síðan þessi síls var bættur á verkstæði. og hinum skipt út.

eins og þessi bílgarmur hefur nú staðið sig.. þá átti hann það nú orðið inni að vera lagaður. og átti þar af auki að vera mættur til skyldustarfa út á land eftir helgi.

ég ætlaði mér nú alltaf að stúdera boddývinnu, og daundaði dáldið við það á tímabili, en hef svo varla snert á suðutæki eða boddývinnu að þessu tagi í mörg ár.. engu síður þá áhvað ég að rífa upp rokkin og byrja skera, og þegar því lauk þá var ekki laust við að það færi aðeins um mann, enda búið að fjarlægja heilan sílsa unan bílnum, hluta úr gólfi, hvalbak og flr

eftir langa og leiðinlega vinnu með slípirokk, hvort sem það var til að skera eða pússa, þá kom að gestaþrautini, að smíða ný stykki. og það má nú segja að þetta væri frumraun mín í slíku.

keypti galvaniseraða blikkplötu til að smíða úr. og kenndi sjálfum mér svo að brúka MIG

og eftir ansi mikið föndur þá verð ég að segja að e´g er nú bara nokkuð ánægður með árangurinn, sílsinn er kominn undir bílin, hjólaskálinn stutt frá því að vera til, sílsinn er alveg heimasmíðaður frá miðri framhurð og afturúr, fram og bakhluti, næst er það svo bara að sparsla þetta slétt og fínt og mála, tókst bara helvíti vel. og skemmtileg tilbreyting að dunda aðeins í boddýi

Image
kanturinn á að sveigjast aðeins, til að fylgja stigbrettinu
Image

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 31. Mar 2012 22:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Þú ert ofvirkur!!! :)

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 02. Apr 2012 00:12 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 05. Feb 2007 20:43
Posts: 580
Nenniru að taka gamla Patrol sem er inni í porti líka :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 02. Apr 2012 04:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Ég er með einn svartan E34 sem þú mátt taka að þér að hásþrýstiþvo. Það mun eflaust koma skyndilega eitthvað ryð í ljós sem þarf að laga :mrgreen:

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 02. Apr 2012 08:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jul 2005 09:43
Posts: 3886
Location: Bíldudalur
Virkar virkilega vel gert miðað við myndirnar.
Dáist að dugnaðinum í þér drengur :shock:

_________________
BMW E46 ///M3 04.2003
Land Rover Discovery 3 04.2007
Ski Doo Summit X 800 151" - 2006
5xE30,E32,E34,4xE36,E39,E53 - Seldir


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 02. Apr 2012 09:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
það má nú eflaust finna ýmislegt að þessu :D er ekkert sá besti að sjóða í svona þunnt efni fyrir utan hversu frumstæð verkfæri ég hafi til að gera þetta. en ég er hinn ánægðasti bara með þetta, sérstaklega þar sem ég hafði ekki hugmynd um hvort ég gæti þetta. sérstaklega eftir að ég var byrjaður :lol:

það mú deila eitthvað um dugnaðinn :mrgreen: fann ljóta ryðviðgerð í toppnum á grandinum og notaði náttúrulega tækifærið og skar hann í búta líka, fínt að æfa sig á suðuna 8)

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 02. Apr 2012 12:42 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 25. Apr 2003 07:11
Posts: 2674
Location: Reykjavík
:thup: :thup: :thup: :thup: :thup: :thup: :thup:

_________________
1990 Benz 250D W124


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 7 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 13 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group