Ég byrja alltaf á að háþrýstiþvo bílinn til að losna við það lausasta af. Ef bílinn er mjög óhreinn, þá sprauta ég yfir hann með tjöruhreinsi.
Síðan sprauta ég sápu yfir hann með háþrýstidælunni og nudda með svampi og volgu vatni, geri þetta oft tvisvar. Síðan nota ég auto glym sköfu dæmi til að þurka hann og vaskaskinn líka.
Ég er núna byrjaður að nota Auto glym Super Resin Polish bónið. Byrja á að setja það á með litlum hringlaga hreyfingum og svo eins og lakkinu var sprautað á, eins og kallin í kynningunni sagði

Síðan á rúðurnar hef ég notað Rain-x en er líka búinn að prófa auto glym glass gaurinn og hann er ekki verri. Á svörtu listana nota ég Auto glym bumber care.
Ég felgunrarn nota ég oftast tjöruhreinsinn, vantar sér felgusápu. Á þær nota ég sér svamp og tannbursta

síðan er það bara að taka þær undan og nudda og nudda og nudda og nudda
Síðan er ég með tyre dressing sem ég man ekki frá hvaða fyrirtæki er, eithvað spray on dæmi.
Vélina hef ég oftast háþrýstiþvegið, en er hættur því núna. Eftir að hún fór ekki í gang síðast þegar ég gerði það

En málið er bara að þrífa hana vel, leyfa henni svo að þorna. Svo hef ég bara borið bumber care á plast hlýfarnar og svo þvegið og bónað
Einn sem er búinn að láta auto glym kynningu heilaþvo sig
