Sælir,
Þið kannski vitið þetta flestir, en ákvað samt að deila þessu með ykkur.
Fyrir þá sem ekki vita þá er Netflix vefsíða þar sem þú borgar $7.99 á mánuði og færð aðgang að ótrúlegum fjölda af hágæða bíómyndum og öðru sjónvarpsefni, löglega og oft í háskerpu. Það hefur ekki verið hægt að nýta sér þetta á Íslandi útaf einhverjum leiðindar ástæðum og mun það örugglega ekki breytast á næstunni.
Það eru síður á netinu (ég veit um tvær) sem bjóða upp á hliðardyr inn í Netflix og aðrar sambærilegar þjónustur, oftast gegn vægu gjaldi. Þær síður sem ég hef notað eru:
Playmo.TV og
Unblock-US. Playmo TV er í betu og þ.a.l. ókeypis eins og staðan er í dag, en Unblock-US er með $4.99 áskriftargjald en hægt er að fá viku-trial. Báðar styðja hin og þessi tæki, allt frá PC upp í PS3, en reynslan mín er sú að Unblock-US styður meira en Playmo TV.
Búinn að tengja þetta við símann minn, tölvuna og sjónvarpið ("Smart" sjónvörp styðja oft þessar krókaleiðir) - algjör snilld!

Skelfilega einfalt að nota og stundum hefur verið hægt að fá frítt trial á Netflix. Látið á þetta reyna!
Kv, Steini