bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 21:21

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 25 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Mon 23. Apr 2007 18:52 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Fyrir þá sem eru að kjósa í fyrsta skiptið til Alþingis þá er holla lesningu að finna á eftirfarandi bloggi (og fyrir ykkur hina sem hafið ekki mikinn pólitískan áhuga þá er þetta skemmtilegt hvort eð er).

Þannig er mál með vexti að hæpið er að nýir kjósendur þekki sögu margra þeirra sem ENN eru í framboði til Alþingis enda oft á tíðum mikið í það lagt af stjórnmálaflokkum að breiða yfir ýmis asnastrik frá seinni hluta síðustu aldar.

Það er full ástæða til að setja spurningamerki og velta því fyrir sér hvernig atkvæðum er varið. Atkvæði veitt t.d. þeim sem studdu þessar aðgerðir...

Image

Ég þori að veðja að margir nýir kjósendur munu varla trúa sínum eigin augum þegar þeir sjá myndirnar þarna á spjallinu eða lesa hvað var þarna á seiði...

Mig rámar sjálfum í þetta og maður man svosem vel eftir því hvernig hlutirnir voru á Íslandi fyrir um 20 árum síðan. Og minnugur þessara tíma þá skil ég ekki hvernig fólk lætur bendla sig við svona vitleysu með styðja hana með atkvæði sínu og kjósa þetta sama fólk.....

Reynið að sjá fyrir ykkur spjall eins og þetta hér í þessu umhverfi... hvernig væri BMW bílaflóran....

http://gudmundurmagnusson.blog.is/blog/gudmundurmagnusson/

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Last edited by bebecar on Mon 23. Apr 2007 19:01, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. Apr 2007 18:54 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Mon 10. Nov 2003 01:11
Posts: 495
Location: Honolulu, Hawaii
og hvar er urlið? :lol:

_________________
E90 320i '06

birkire wrote:
4 door þristar... LEIM


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. Apr 2007 18:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
og BWM?? ...eða átti þetta að vera kaldhæðni... ég er ekki að ná þessu, enda eins ópólitískur og hægt er.

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. Apr 2007 19:00 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
freysi wrote:
og hvar er urlið? :lol:


DJÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖ :oops:

http://gudmundurmagnusson.blog.is/blog/gudmundurmagnusson/

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. Apr 2007 19:02 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Eggert wrote:
og BWM?? ...eða átti þetta að vera kaldhæðni... ég er ekki að ná þessu, enda eins ópólitískur og hægt er.


Hitt var slæmt en þetta er verra... :lol:

Ég biðst auðmjúklega afsökunar á innsláttar villunni #-o

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. Apr 2007 19:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jun 2006 14:39
Posts: 4778
ég hreinilega veit bara ekki hvort ég ætli að skila auðu eða halda við mig flokkinn sem ég er skráður í..

það er ekki stefnumálin sem valda mér áhyggjum heldur er það mannskapurinn innan flokksins.. en eitt er víst..

ég mun ekki kjósa vinstri hliðina ef ég skil ekki auðu 8)

_________________
BMW E34 ///M5


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. Apr 2007 19:41 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 28. Mar 2004 23:48
Posts: 405
Ríkisreknar mjólkurbúðir...maður náttúrulega hlær bara að þessu í dag.

En talandi um atkvæði þá eru í raun engir alvöru valkostir fyrir hægrimenn á Íslandi.

Þetta er í raun allt saman sama draslið.

Sjálfstæðisflokkurinn er kannski hægri flokkur í orði en ekki á borði. Verkin tala.

Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn t.d. gert varðandi landbúnaðarkerfið? Hafa þeir lagt niður verndartolla, reynt að markaðsvæða landbúnaðinn?
Svarið er nei.
Ef ég man rétt þá eru landbúnaðarstyrkir þeir hæstu í heimi á Íslandi, samt þurfum við að borga hæsta landbúnaðarverð í heimi.
Hvað hafa „hægrimennirnir“ í Sjálfstæðisflokknum gert til að breyta þessu?
Ekkert.

Sjálfstæðismenn stóðu að stærstu ríkisframkvæmd í sögu Íslands sem Sovétmenn hefðu verið stoltir af.

Ríkið er búið að þenjast út í tíð Sjálfstæðisflokksins og skattheimta sem hlutfall af landsframleiðslu er með því hæsta sem gerist. Hefur einungis aukist.

Svona má lengi telja.

Þannig að það er í raun alveg fáránlegt að tala um Sjálstæðisflokkinn sem hægri flokk.
Þess vegna finnst manni alltaf jafn fáránlegt þegar þeir sem þykjast vera hægri menn eru gallharðir Sjálfstæðismenn.
Stundum mætti halda að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn af trúarástæðum. Þetta séu einhver trúarbrögð hjá þeim.

Fyrir hægri menn er því ekki um neinn raunverulegan valkost að ræða.

Ætli maður verði ekki bara að skila auðu?

_________________
BMW E34 525iA '95


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. Apr 2007 20:11 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Já, það er mikið til í þessu hjá þér þó engin hafi minnst á að sjálfsstæðisflokkurinn væri hægri flokkur.
Ég tek sérstaklega undir með landbúnaðarstyrkina.
Með skatttekjur sem hlutfall af landsframleiðslu þekki ég ekki en þætti gaman að sjá tölur um það... mig rekur í það minnsta ekki minni í að neinir skattar hafi verið hækkaðir hér síðustu 16 árin...

En það má heldur ekki gleyma því, og slíkt er mjög eðlilegt í okkar umhverfi, að hér hefur verið tveggja flokka ríkisstjórn í 20 ár. Það þarf því að miðla málum... væri einn flokkur við völd gæti eitthvað annað verið upp á teningunum en slíkt veit maður auðvitað ekki fyrirfram.

En viljinn til að leggja landbúnaðarkerfið af hefur verið lítill sem enginn - því miður.

Það er ekki svo langt síðan (2001 minnir mig) að samskonar styrkir voru lagðir af á Nýja Sjálandi á tveggja ára tímabili. Landbúnaður fór úr því að vera niðurgreitt vandræðabarn í það að vera stærsta útflutningsgreinin á örskömmum tíma - bara vegna þess að menn fengur frið til að spjara sig (frá sjálfum sér...)

Reyndar er ég ekki neinn sérstakur hægrimaður. Mér er sama hvaðan gott kemur en finnst bara ekki eðlilegt, og beinlínis hættulegt, að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvaða menn eru ENN við völd á vinstri vængnum.

En að þetta sé allt sama draslið er nú ekki beint viðhorf sem ég get tekið undir því það er LANGUR vegur á milli ríkisreknu mjólkurbúðanna og t.d. frumvarps þess sem var lagt fram stuttu fyrir þinglok um að leyfa sölu léttvíns í verslunum... bara til að nefna eitt dæmi.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. Apr 2007 21:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 13. Oct 2005 17:35
Posts: 1721
Location: 1 2 Selfoss
Að hugsa sér! Svo er Sjálfstæðisflokkurinn oftar en ekki titlaður Íhaldið!

_________________
Sigurður Rúnar Rúnarsson

No guts, no glory


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. Apr 2007 23:49 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. May 2003 21:06
Posts: 2028
Location: Reykjavík
Stjórnarandstaðan er búin að tönnglast á því síðan 1994 að NÚ sé sko allt alveg að fara til helvítis. Þessi hagstjórn sé að sigla þjóðarskútunni á bólakaf í kreppu. Þetta hefur verið reynt fyrir nokkrar kosningar en þeim,[stjórnarandstöðunni] til mikillar gremju hefur þetta ekki hlotið náð fyrir augum kjósenda því kjósendurnir vita alveg sjálfir hvað er að gerast í þeirra lífi og sjá breytingarnar ár frá ári.

Íslenska ríkið var að borga stóran hluta af landsframleiðslu í vexti af erlendum lánum sem stofnað hafði verið til í stjórnartíð fyrir 1991. Núna er íslenska ríkið nánast skuldlaust. En núna hefur stjórnarandstaðan loksins áttað sig á því að það þýðir ekkert að reyna að ljúga að þjóðinni að hún hafi það skítt því það sér það hver heilvita maður að svo er ekki. Við erum ein ríkasta þjóð heims og það er EKKI STJÓRNARANDSTÖÐU DRULLUSOKKUNUM að þakka. Núna segja þeir "Jú, það er svosum alveg rétt að það er búið að afla mikilla tekna en okkur finnst bara svo ósanngjarnt hvernig þeim er skipt. Leyfið okkur nú að komast að til að skipta þessu á sanngjarnan hátt niður til þjóðarinnar!" Eða þá að núna er farið að segja "En sko peningar eru ekki allt."

Svo segja þeir líka að það sé ekki hollt fyrir neina stjórn að sitja svona lengi. Bíddu fyrirgefðu en mætti Reykjavíkurlistinn fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og sagði "Heyrðu, við ætlum bara að leyfa ykkur að taka við því við teljum að það sé ekki hollt að við séum í meirihluta í borgarstjórn lengur" Djöfulsins vitleysa. Þetta eru fáránleg rök sem notuð eru sem neyðarúrræði til að spila inn á þá allra grunnhyggnustu.

Og eitthvað segir það nú um þessa stjórn að þrátt fyrir 12 ára stjórnarsetu og 16 ára hjá Sjálfstæðisflokknum þá virðist meirihluti þjóðarinnar samt vilja hafa þá áfram við stjórn.

Það er alveg rétt að það er ekki allt fallegt sem gert hefur verið í tíð þessarar stjórnar en Guð minn góður að það eigi að réttlæta það að skipta um stjórn?? Það er eins og að segja við farsæla forstjórann "Jú, veltan hefur tífaldast, starfsólkið er ánægt og framtíðin er björt en þessi kaffikanna sem þú keyptir í eldhúsið er alveg hryllileg þannig að við ætlum að láta þig fara"
Það hafa hundruðir ef ekki þúsundir breytinga verið gerðar og þó svo að hægt sé að telja upp slatta af vafasömum jafnvel neikvæðum hlutum þá verður það að teljast gott.

En ég ætla nú í lokin að vitna í Churchill þegar hann var að tala um stjórnkerfi. Hann sagði "Lýðræði er versta stjórnkerfið... fyrir utan öll hin" en ég heimfæri það í stjórnmálaflokkana:

Sjálfstæðisflokkurinn er versti stjórnmálaflokkurinn... fyrir utan alla hina!!

_________________
BMW 520d E61


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Apr 2007 00:07 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Þetta er alveg rétt hjá þér Zyklus, ég hef alltaf kosið Sjálfstæðis, því ég hef ekki treyst vinstri flokkunum, en við erum bara að hjakka í sama farinu hérna. Það vantar breytingar. Við erum ekki að sjá "báknið burt" eins og hægri menn vilja, minni ríkisafskipti og meira frelsi. Hvað gerðist til dæmis þegar bankarnir voru að viðra hugmyndir um að gera upp í evrum? Það voru samþykkt lög til að koma í veg fyrir svoleiðis frelsi.

Fleiri dæmi um skert frelsi og fáránleika sem "hægri" stjórnin ber ábyrgð á:
Stef gjöld á óskrifuðum geisladiskum
Símafyrirtækin skyldug til að afhenta IP tölu upplýsingar án dómsúrskurðar
Falun Gong og Snow Gathering
Skertur réttur okkar þegnana til að fá gjafsóknir í málum sem snúa að ríkinu (læknamistök etc.)
Fjölmiðlalögin
Landbúnaðarhöftin

og svo mætti lengi.. LENGI telja..

Svo er voðalega auðvelt að segja að hagvöxtur sé búinn að vera rosa fínn undanfarin ár og þakka ríkisstjórninni það, en það hefur allt verið á bullandi uppleið út um allan heim og það hefði hvaða auli í ríkisstjórn geta haldið þjóðarskútunni á floti og vel það síðustu tvo áratugi. Það er eiginlega skömm að því að hagvöxtur skuli ekki hafa verið enn meiri, miðað við allar þessar stjóriðjuframkvæmdir undanfarið. Án þeirra værum við kannski í djúpum skít.
Fyrir 12 árum voru ekki nema örfáir sérvitringar tengdir við internetið svo dæmi sé tekið

Ég ætla þess vegna að taka sénsinn og kjósa Samfylkinguna núna og kjósa vinstri í fyrsta sinn frá því ég fékk kosningarétt. Maður étur þá ofan í sig röflið eftir fjögur ár. Kannski tekst vinstri stjórn að manna þetta blessaða hátæknisjúkrahús sem núverandi ríkisstjórn rauk til að byggja með Alfreð Orkuveitu Þorsteinsson í fararbroddi eftir að Davíð Odds. fór í aðgerð á skjaldkirtli.

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Apr 2007 00:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ég er hægri maður, var nær miðju en er ekki frá því að ég sé að færast lengra til hægri,

ég er ekkert yfir mig hrifin af sjálfstæðisfloknum, en eins og einhevr sagði þá höfum við hægri menn ekkert val,

hvernig getur nokkur maður viljað samtýningin eða vinstri græna í ríkistjórn, ef VG kæmist í ríkisstjórn gætum við alveg eins hætt að borga af lánunum okkar og tekið virkan þátt í að setja þjóðfélagið aftur á steinöld

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Apr 2007 01:33 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 28. Mar 2004 23:48
Posts: 405
Bebecar, varðandi aukningu í skattheimtu hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu þá kom það fram í skýrlsu frá OECD fyrir nokkru síðan. Skv. þeirri skýrslu hafði skattheimta aukist mest á Íslandi af OECD löndunum ef mig misminnir ekki.
Reyndar er hluti af þeirri skýringu sú að hér á landi hefur verið mikill uppgangur sem er auðvitað bara gott mál en önnur ástæða er sú að persónuaflslátturinn hefur ekki haldið í við verðlag.
Annars er örugglega hægt að finna þetta einhvers staðar ef maður nennir að leita.

Það hefur auðvitað margt gott gerst hér á landi undanfarin ár en það er ekki þar með sagt að ekki hefði verið hægt að gera betur.

Grettir kemur líka með góðan punkt. Það er ekki eins og sá árángur sem náðst hefur hér á landi undanfarin ár sé bara ríkisstjórnarflokkunum að þakka. Það er ekki eins og það sé bara á Íslandi sem það er mikill uppgangur. Einnig held ég að það sem hafi skipt einna mestu varðandi góðærið hér á landi sé EES samningurinn en hann hefur skipt Íslendinga gífurlega miklu máli, án hans væri staðan hér allt önnur.

En það er alveg á hreinu að þó ég geti ekki hugsað mér að greiða vinstri flokkunum atkvæði mitt að þá munu hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkurinn fá mitt atkvæði. Frekar mun ég skila auðu.
Finnst það nefnilega mjög furðulegur hugsunarháttur að kjósa eitthvað sem maður er ekki sáttur við bara vegna þess að hinir flokkarnir séu svo lélegur kostur. Þá er nú skárra að skila auðu. Því ef fólk heldur áfram að kjósa sama flokkinn hvað sem á dynur (sumir líta á stjórnmálaflokka sem fótboltalið, það skiptir ekki máli hvað flokkarnir gera, þeir munu alltaf styðja sitt „lið“) þá náttúrulega fáum við aldrei almennilegan kost ef fólk sættir sig bara við „skásta“ kostinn.

Svo má líka spyrja sig hvað gerist þegar álversæðið endar? Það er ekki endalaust hægt að byggja álver.
Það er nú alveg magnað með Íslendinga að meðan að önnur lönd vilja helst losna við mengandi stjóriðju þá er það aðalmálið hér á landi.
Við ættum að taka Íra okkur til fyrirmyndar. Þeir voru með fátækari löndum fyrir ekki mjög löngu síðan en núna eru þeir komnir fram úr Íslendingum hvað lífsgæði varðar. Hvað var það sem þeir gerðu?
Lækkuðu skatta og gerðu landið aðlaðandi fyrir erlend fyrirtæki. Núna blómstrar hátækniiðnaður þarna.
Þetta hefðu Íslendingar getað gert en gerðu ekki. Þess í stað veðjuðu þeir á álver.
Og nú er meira segja svo komið að fyrirtæki eru mörg hver að hugsa sér til hreyfings og flytja starfsemi sína út úr landinu!

_________________
BMW E34 525iA '95


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Apr 2007 01:48 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 28. Mar 2004 23:48
Posts: 405
Hendi inn athyglisverðri töflu.

Hún sýnir landsframleiðslu á vinnstund þegar tekið hefur verið tillit til kaupmáttar.

Á þessum lista eru Íslendingar einungis í 19. sæti!

Sem segir okkur það að við þurfum að hafa meira fyrir hlutunum en íbúar í löndunum fyrir ofan okkur.

Þannig að þó við höfum það mjög gott hér á litla Íslandi er ekki þar með sagt að þetta sé eitthvað himnaríki á jörðu eins og stundum mætti halda á umræðunni.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_co ... y_GDP_(PPP)_per_capita_per_hour

(eitthvað vesen að setja inn beinan tengil á síðuna)

_________________
BMW E34 525iA '95


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Apr 2007 06:44 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Það má alltaf gera betur en ef menn vilja hafa breytingarnar sem örastar þá þurfa þeir að hugsa vel um hvernig atkvæðum er varið.

Ég held ég hugsi þetta bara aðeins öðruvísi. 12 ár er að mínu mati ekki sérlega langur tími til að ná breytingum í gegn og miðað við hvernig ástandið var fyrir 12 árum síðan þá eru breytingarnar mjög miklar.

Það er líka búið að lækka skatta á fyrirtækin hér mjög mikið og hefur það virkað mjög vel. Það er hinsvegar álitamál hve mikið eigi að lækka skattana og hvenær skattalækkanir hætti að skila sér í plús....

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi haft það slagorð að vera flokkur allra landsmanna og þar eru margir harðir hægri menn sem ættu bara frekar að reyna að hafa meiri áhrif innan flokksins.

Og fyrir Grettir... Samfylkingin hefur einmitt hampað Jóni Sigurðssyni geysilega mikið í kosningabaráttunni eins og hann sé alvitur efnahagsmála sérfræðingur... Hann er þarna á miðri mynd :wink:

Image

Annað er að menn hafa stundum dálítið hollt af því að líta í kringum sig. Á Íslandi hafa orðið jafn miklar breytingar á 12 árum og hafa orðið á hinum norðurlöndunum á síðustu 30 árum. Nokkur ár í viðbót og þá gæti Ísland verið á virkilega góðum stað.

Það sem helst bjátar á að mínu mati eru ekki álver, eða virkjanir heldur forsjárhyggja sem enn er við líði á mörgum sviðum og svo virkilega slæmt ástand menntamála, þá aðallega á Háskólastigi en þar horfir einmitt til betri vegar í fyrsta skiptið í áratugi. Það á ekki eftir að taka minna en 20-30 ár að koma HÍ t.d. á blað sem góðum háskóla - það er ekki eitthvað sem hægt er að gera á einu kjörtímabili.

Já, og Ísland er í fjórða sæti sem stendur í "The World Competitiveness Yearbook" fyrir árið 2006... Upp frá t.d. 13 sæti árið 2001.

http://www.imd.ch/research/publications/wcy/upload/Overall%202006.pdf

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 25 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 10 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group