Það má alltaf gera betur en ef menn vilja hafa breytingarnar sem örastar þá þurfa þeir að hugsa vel um hvernig atkvæðum er varið.
Ég held ég hugsi þetta bara aðeins öðruvísi. 12 ár er að mínu mati ekki sérlega langur tími til að ná breytingum í gegn og miðað við hvernig ástandið var fyrir 12 árum síðan þá eru breytingarnar mjög miklar.
Það er líka búið að lækka skatta á fyrirtækin hér mjög mikið og hefur það virkað mjög vel. Það er hinsvegar álitamál hve mikið eigi að lækka skattana og hvenær skattalækkanir hætti að skila sér í plús....
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi haft það slagorð að vera flokkur allra landsmanna og þar eru margir harðir hægri menn sem ættu bara frekar að reyna að hafa meiri áhrif innan flokksins.
Og fyrir Grettir... Samfylkingin hefur einmitt hampað Jóni Sigurðssyni geysilega mikið í kosningabaráttunni eins og hann sé alvitur efnahagsmála sérfræðingur... Hann er þarna á miðri mynd
Annað er að menn hafa stundum dálítið hollt af því að líta í kringum sig. Á Íslandi hafa orðið jafn miklar breytingar á 12 árum og hafa orðið á hinum norðurlöndunum á síðustu 30 árum. Nokkur ár í viðbót og þá gæti Ísland verið á virkilega góðum stað.
Það sem helst bjátar á að mínu mati eru ekki álver, eða virkjanir heldur forsjárhyggja sem enn er við líði á mörgum sviðum og svo virkilega slæmt ástand menntamála, þá aðallega á Háskólastigi en þar horfir einmitt til betri vegar í fyrsta skiptið í áratugi. Það á ekki eftir að taka minna en 20-30 ár að koma HÍ t.d. á blað sem góðum háskóla - það er ekki eitthvað sem hægt er að gera á einu kjörtímabili.
Já, og Ísland er í fjórða sæti sem stendur í "The World Competitiveness Yearbook" fyrir árið 2006... Upp frá t.d. 13 sæti árið 2001.
http://www.imd.ch/research/publications/wcy/upload/Overall%202006.pdf