Tók eftir þessu áðan. Þekkið þið eitthvað til þessa bíls? Svona hvar hann hefur verið undanfarin ár og í hvernig ástandi hann er. Því miður er engin mynd af honum á netinu. Ég sá þennan bíl í fyrsta og eina skiptið upp á Korpu(golfvellinum)fyrir tveimur árum. Það eina sem ég hef heyrt um bílinn er að Tommi í Tommahamborgurum eignaðist hann í kringum 1980 og átti þessi bíll að vera vinningur í einhverjum leik. Svo man ég ekki alveg restina af sögunni en allavega þá vann einhver stelpa bílinn og svo veit ég ekki meir. En svona til gamans má geta, þá er þetta bíllinn sem Egill Ólafsson sat í þegar hann söng Slá í gegn í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Ég er nú ekkert sérstaklega mikið fyrir svona eftirlíkingar en þessi er nú helvíti nettur og hann er keyrður aðeins 2 þúsund km á 23 árum
http://bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&B ... AMLEIDANDI
_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991
Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual