bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 11:01

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 
Author Message
 Post subject: New York ferð
PostPosted: Wed 13. Dec 2006 03:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Er búinn að vera að þvælast hér í New York í tæplega viku með frúnni.

Er að koma til USA 2. skipti - kom síðast hingað þegar flestir á Kraftinum fyrir utan mig, Sæma og Alpina voru ekki fæddir eða voru nýfæddir, þe. 1986.

New York er HUGE, LOUD og CROWDED. Erum á hóteli upp á 94. stræti sem er ekki alveg í center en subwayið bjargar málunum algerlega - er mjög fljótvirkt.

Stressið hér er mikið og ekki til snefill af þolinmæði. Umferðarmenningin er einnig spes og það mætti halda að flautan sé tengd við bremsupedalann á bílunum hérna. Það er svoleiðis legið á flautunni ef einhver dirfist að hægja á sér.

Fórum fyrsta daginn í ferð með túristastrætó um Manhattan (mæli með því):
Image
(ath. myndir teknar ýmist á imbavél eða síma => vond gæði)
Gaman að sjá mismunandi hverfi á Manhattan og hvað það er mikill munur. Reyndar skildi maður ekki allt sem guideinn var að segja - hún var úr kínahverfinu og talaði mjög tæpa ensku og virtist þar að auki vera á einhverjum sterkum efnum.

Næsta dag var farið með bus í fyrirbæri sem heitir Woodbury Common. Þetta er klukkutíma ferð yfir til New Jersey. Þetta dæmi er Outlet markaður þar sem helstu merkin eru með búðir. Það var svolítið freaky stemmning þarna - allt squeaky clean og fínt, músík í hátölurum og reynt að búa til svona smábæjarstemmningu. Mér fannst ég hins vegar vera staddur í The Truman Show - veruleikinn var svo tilbúinn:
Image

Það var allt fáránlega ódýrt þarna.

Það var frekar fyndið að fyrsti BMW bíllinn sem ég sá hérna úti var E30 cabrio, hvítur með svörtum toppi. Eigandinn var verulega stoltur af honum eins og félagi hans á klakanum. Annars er allt morandi í X5 hérna - liggur við að meira en helmingur af þeim BMW sem maður sér hérna séu X5. Hér eru annars 2 sem ég sá eitt kvöldið. Fyrst er það lagleg sexu blæja - flott svona hvít:

Image

Svo var það ein verulega sver sjöa - LLi eða bara L........i :
Image
Image

Svo var náttúrlega tekinn rúntur að skoða frelsisstyttuna og Ellis Island:
Image
Image

Maður má ekki fara upp í styttuna út af 9/11 stressi sem er alveg í full force úti. Það var vopnaleit áður en við fórum í ferjuna, gegnumlýsing á dóti etc.

Svo þegar við fórum frá Liberty Island (þar sem frelsistyttan er) yfir til Ellis Island þá fylgdu 2 svona gaurar ferjunni:
Image

Mér fannst hins vegar frekar fyndið að sjá svona vítismaskínu knúna HONDA!! :lol:
Image

Það var gaman að skoða Ellis Island og hér er mynd úr salnum þar sem milljónir þurftu að fara í gegnum á leið sinni til USA:
Image

Það er safn þarna þar sem var farið í gegnum innflytjendamálin í kringum 1900 þegar mest var að gera þarna. Sýnt þegar var verið að kenna útlendingunum ensku og hvernig USA virkaði, auglýsingar og blöð á pólsku, rússnesku, etc. Skyndilega fékk maður bara nett deja vu - þetta er eins og Ísland í dag :shock:

Hér er síðan mynd á leiðinni frá Ellis Island þar sem kerlingin sést í sólsetrinu:
Image

Á sunnudaginn fórum við í þessa búð, BHPhoto sem er ein rosalegasta ljósmynda/video/græjusjoppa í heimi. Þarna er ALLT til - sjá http://www.bhphoto.com:
Image

Búðin er rekin af gyðingum og frekar fyndið að sjá þá þarna með pottaleppana á hausnum og krullað hár/skegg niður á axlir innan um allar græjurnar.

Það var hins vegar svo stappað þarna að maður gat ekki hugsað - hvað þá verslað - þannig að við ákváðum að koma aftur á mánudeginum. Byrjuðum þann dag á að fara upp í Empire State en þar fyrir utan rakst ég á þennan kagga á BBS stuffi:
Image

Uppi var útsýnið flott en mikil helv. mengun er þarna :shock:
Image

Svo hélt ég að ég væri að verða klikkaður þegar ég sá Concorde niður við á:
Image

En þetta er satt og rétt - það er Concorde þarna á safni. Furðulegt að sjá hana þarna samt.

Hér er síðan útsýnið af 102 hæð í átt að Central Park:
Image

Fórum síðan aftur í BHPhoto og þar gerði ég heiðarlega tilraun til að bræða úr kreditkortinu. Þegar ég var að tala við sölumann og spurði hann hvort það væri alltaf svona þétt að gera þá sagði hann að þetta væri nú bara rólegt - daginn áður (sunnudaginn) höfðu 10.000 manns komið í búðina!!!!!
(segi og skrifa tíu þúsund).

Anyways, leggjum í hann aftur heim á morgun. Þetta er búið að vera fínt.

Það sem stuðar mann samt mikið hérna er hvað það er allt miðað við að fólk geti ekki hugsað. Mikið af óþarfa störfum hér þar sem fólk er í fullri vinnu við að raða í raðir (ekki að grínast), segja manni að fljúga ekki á hausinn þegar maður fer úr rúllustiga, etc. etc. Full mikið idiot proofing fyrir minn smekk.

Það góða er að hér er verðlag gott, hrikalega mikið úrval og nóg að gera og skoða. Fór í Sony Store hér í dag og þar er BARA mikið flott stuff til sölu og maður fékk þar margar flugur í höfuðuð - kannski meira um það síðar :naughty:

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 13. Dec 2006 03:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jan 2004 15:36
Posts: 3209
Location: inn í bílnum þínum.
Váááá hvað mig langar mikið til NY.
En þessi sjöa er þetta ekki XXLi s.s. eitt X fyrir hvern auka glugga.

_________________
E46 330ix touring.
BMW er lífstíll. Við erum 10árum á undan öllum öðrum.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 13. Dec 2006 09:38 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 18. Apr 2005 23:22
Posts: 1445
Location: Reykjavík
+uff geggjað, var næstum farinn til ny núna í des


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 13. Dec 2006 11:50 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. May 2004 13:27
Posts: 1258
Var í new york ágúst þar síðastliðinn í 2 vikur. Skemmtileg borg! Allar svonalitlar tækjaverslanir reknar af gyðingum eða indverjum, og maaaan hvað þeir hleypa manni ekki út nema maður kaupi eitthvað.

"1500 dollars just for you my friend!"
"uuh.. no i'm not looking for a laptop"
"1499 with usb-key 256 mb!! only today my friend!
svo fór hann alveg niðrí 1000 og meira.. ótrúlegir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 13. Dec 2006 11:56 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Flott að fá svona mydir/ferðasögu :) En fórstu ekki að skoða Concordinn :?:

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 13. Dec 2006 14:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
ömmudriver wrote:
Flott að fá svona mydir/ferðasögu :) En fórstu ekki að skoða Concordinn :?:


Nei, geri það seinna. Vélin er á stóru safni sem tekur smá tíma að skoða:
http://www.intrepidmuseum.org/

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 13. Dec 2006 15:37 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 22. Mar 2006 02:34
Posts: 2847
Finnbogi,, hérna á spjallinu er líka úti í kanalandi

Florida samt

en alltaf jafn gaman að skoða ferðaþræði hjá þér Þórður


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 13. Dec 2006 16:25 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 24. Sep 2002 23:55
Posts: 989
Location: Seoul, South-Korea
ömmudriver wrote:
Flott að fá svona mydir/ferðasögu :) En fórstu ekki að skoða Concordinn :?:


Helv. nett að tékka á concordinum, er að mig minnir ofan á litlu flugmóðurskipi!
Ég rölti þarna að þegar ég var að bíða eftir þyrlufluginu mínu sem er 5 mín. frá 8)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 13. Dec 2006 17:24 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Góða skemmtun Þórður og ferð heim :)

Alltaf gaman í stóra eplinu.

Ég trúi ekki öðru en þú hafir tapað þér örlítið í B&H :D

Ég skal veifa þér þegar þú kemur í fyrramálið, verð sennilega yfir Grænlandi á leið til N.Y. þegar þú verður á leiðinni heim frá N.Y. :lol:

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 13. Dec 2006 17:33 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
saemi wrote:
Góða skemmtun Þórður og ferð heim :)

Alltaf gaman í stóra eplinu.

Ég trúi ekki öðru en þú hafir tapað þér örlítið í B&H :D

Ég skal veifa þér þegar þú kemur í fyrramálið, verð sennilega yfir Grænlandi á leið til N.Y. þegar þú verður á leiðinni heim frá N.Y. :lol:


Verður þú þá að fljúga fraktaranum :-s

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 13. Dec 2006 17:36 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
ömmudriver wrote:
saemi wrote:
Góða skemmtun Þórður og ferð heim :)

Alltaf gaman í stóra eplinu.

Ég trúi ekki öðru en þú hafir tapað þér örlítið í B&H :D

Ég skal veifa þér þegar þú kemur í fyrramálið, verð sennilega yfir Grænlandi á leið til N.Y. þegar þú verður á leiðinni heim frá N.Y. :lol:


Verður þú þá að fljúga fraktaranum :-s


Mjá :lol:

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 13. Dec 2006 17:39 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Very nice, engvir farþegar 8)

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 42 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group