Vildi bara láta ykkur vita ef það eru einhverjir sem hafa ekki tekið eftir því en V-power er komið aftur á nokkrar shell stöðvar! Ég var mjög sáttur þegar ég tók eftir því í morgun þegar ég fór og tók bensín
Quote:
Sala á Shell V-Power 99 oktana bensíni er hafin á ný á völdum afgreiðslustöðvum Skeljungs eftir nokkurt hlé. Shell V-Power er nú fáanlegt á Selectstöðvunum við Birkimel, Vesturlandsveg og Smárann sem og á Shellstöðvunum við Laugaveg 180 í Reykjavík og Hörgárbraut á Akureyri.
Quote:
Ósambærilegt öðru bensíni
Shell V-Power er með hæstu oktantölu sem boðin er á almennum markaði. Enginn annar framleiðandi býður sambærilegt blýlaust bensín og Shell V-Power. Rannsóknir og prófanir á V-Power sýna umtalsvert meiri gæði á eiginleikum V-Power í samanburði við annað bensín.
