bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 08:13

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 
Author Message
 Post subject: Tjón
PostPosted: Sat 26. Aug 2006 16:26 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 25. Oct 2003 19:40
Posts: 151
Location: Grafarvogur
Jæja, ég lenti í því um daginn að það var keyrt í veg fyrir mig á
Háaleitisbrautinni. Bíllinn minn sem er af gerðinni 325ia e36 skemmdist talsvert að framan. Tryggingafélagið staðfesti að ég hefði verið í 100% rétti og greiddi bílinn út. Held upphæðinni fyrir sjálfan mig.

Set með tengil á síðu VÍS þar sem tjónaútboðið er. Þá geta menn borið þetta saman við myndina sem ég er með að neðan.

http://utbod.vis.is/items/auctionItem.a ... nItem=2276

Af gefinni reynslu mæli ég með að menn séu á varðbergi í tryggingamálum varðandi rétt sinn, t.d. hvað við kemur dagpeningum. Þjónustufulltrúar sem ég ræddi fyrst við gáfu upp rangar upplýsingar um rétt til dagpeninga og vísuðu til ábyrgðarskilmála félagsins. Ég kynnti mér skilmálana og lagarammann og sá að um var að ræða BULL af þeirra hálfu. Hins vegar átti ég góð samskipti við þá sem störfuðu í tjónaskoðunarmiðstöð VÍS og málið leystist sæmilega farsællega (considering circumstances) að lokum.

_________________
Image
Núna: Z3.
Áður: E21, E30, E36, E38.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. Aug 2006 16:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Ég er ekki alveg að skilja þetta hjá þér...
Ertu semsagt að meina að tryggingafélagið neitaði þér um dagpeningana en urðu svo að láta eftir þegar þú vísaðir í þeirra egin skilmála?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. Aug 2006 16:51 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 25. Oct 2003 19:40
Posts: 151
Location: Grafarvogur
Eggert wrote:
Ég er ekki alveg að skilja þetta hjá þér...
Ertu semsagt að meina að tryggingafélagið neitaði þér um dagpeningana en urðu svo að láta eftir þegar þú vísaðir í þeirra egin skilmála?


Þeir sögðu að ég ætti einungis rétt á dagpeningum á meðan bíllinn væri til viðgerðar, en ekki á meðan hann lægi hjá Króki eða inni í tjónaskoðunarmiðstöð. Sögðu einnig að ég ætti ekki rétt á dagpeningum á meðan bíllinn væri á verkstæði, þegar verkstæðið væri ekki að gera við hann. Þegar ég spurði hvernig á þessu stæði var mér sagt að þetta væri í samræmi við ábyrgðarskilmála félagsins

Ég las því skilmálana og þar var vísað í umferðarlögin varðandi bótasvið tryggingarinnar.

Í umferðarlögum segir eftirfarandi


,,91. gr. [Greiðsla á bótakröfu vegna tjóns, sem hlýst af notkun skráningarskylds vélknúins ökutækis, skal vera tryggð með ábyrgðartryggingu hjá:
a. vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi til að taka að sér ábyrgðartryggingu vélknúinna ökutækja,
b. erlendu vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) eða Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og sem Fjármálaeftirlitinu hefur verið tilkynnt á lögformlegan hátt að taki að sér ábyrgðartryggingu vélknúinna ökutækja hér á landi.´´


,,95. gr. Vátryggingafélag er greiðsluskylt gagnvart tjónþola vegna bótakrafna skv. 1. mgr. 91. gr.´´


Ég varð fyrir tjóni og er það tvíþætt. Annars vegar munatjón (beint tjón) sem er tjónið á bílnum og hins vegar óbeint tjón sem felst í afnotamissi mínum, þ.e. tjón vegna þess að ég get ekki notað ökutækið mitt. Ég á að fá tjón mitt bætt að fullu.

Í samræmi við þetta ber tryggingafélaginu að greiða mér dagpeninga frá þeim degi þegar tjónið átti sér stað, punktur. (Ég ætla ekki út í pælingar um það hvernig ákveða skuli hve háir dagpeningar ættu að vera.)

Vonandi skýrir þetta e-ð.

_________________
Image
Núna: Z3.
Áður: E21, E30, E36, E38.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. Aug 2006 16:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 22. Mar 2006 02:34
Posts: 2847
Já ég lennti í að það var bakkað inní bílstjórahurðina á bílnum hjá mér einu sinni... Þetta skeði sirka um kvöldmatarleiti og strax daginn eftir var ég kominn með bílaleigubíl....

Þar sem ég gat ekki notað bílinn minn á eðlilegan máta semsagt opnað bílstjorahurðina og sest inn krafðist ég þess að fá bílaleigubíl og fékk hann


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 19 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group