- Borgaði sig greinilega að hlusta ekki á þessa kalla sem sögðu " Iss, getur notað þetta MAX 2 daga á ári.." ég er búinn að vera "Toppless" stóran meirihluta af sumrinu
Hlýjasti júní á Akureyri síðan 1988Tíðarfar í nýliðnum júnímánuði var úrkomu- og umhleypingasamt um landið sunnanvert, en hagstæðara norðan- og austanlands, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Talsvert kuldakast gerði dagana 12. til 13. júní.
Meðalhiti í Reykjavík var 9,4 stig og er það 0,4 stigum yfir meðallagi. Meðalhiti á Akureyri var 10,9 stig og hefur ekki orðið hærri í júní þar síðan 1988. Meðalhiti á Hveravöllum var 5,8 stig, sem er einu stigi yfir meðallagi.
Úrkoma í Reykjavík mældist 58 mm og er það 17% umfram meðallag, en oft hefur þó rignt meira í júní, að því er fram kemur í yfirliti Veðurstofu. Úrkomudagarnir urðu þó óvenju margir, eða 24. Á Akureyri mældist úrkoman aðeins tæpir 10 mm og er það innan við helmingur meðalúrkomu þar. Þetta er minnsta úrkoma í júní á Akureyri frá 1998.
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 143, 18 stundum færri en í meðallagi. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 188 og er það 11 stundum umfram meðallag.
Hæsti hiti í mánuðinum mældist 22,5 stig í Miðfjarðarnesi þann 10. júní.
Sjá
www.vedur.is