Já, margt þarna satt og margt þarna...... svona fullorðinshugsunarháttur sem maður veit nú aðeins meira um kannski.
Sko flestir held ég eru ekkert að standa bílinn sinn upp í 200+. Fyrir mitt leiti sækist ég mun meira eftir hröðun en hraða og það að eiga 200-300 hestafla bíl eins og þau töluðu um þýðir ekki endilega að ég standi bílinn þangað til hann þolir ekki meir.
Það sem er sjálfsagt hættulegast er þegar fólk keyrir um á einhverjum dollum sem þola ekkert, held þá að það sé skárra að vera á 200-300 hestafla bíl sem þolir þá einhvern árekstur.
VANDAMÁLIÐ er samt að fólk er ekki endilega að drepa sjálft sig, heldur annað fólk og oft VINI sína.
OG hvað er málið. Vissi að þetta 'sorgardæmi' myndi misskiljast. Ég stóð allavega í þeirri trú að þeir sem tóku þátt í sorgarakstrinum væru meðal annars að benda á það að það vantaði akstursbraut fyrir þá sem þurfa útrás. Svo talaði löggimann um það að þeir sem hefðu m.a. mætt í sorgardæmið væru upp til hópa þeir sem stæðu í þessum hraðakstri. Veit að þetta er asnalega sagt hjá mér, gat ekki komið þessari klausu almennilega frá mér en ég tók ekki þátt í þessu m.a. vegna þess að ég vissi að ég væri algjör hræsnari ef ég myndi mæta.
Þetta er nú dáldið líka í höndum foreldra. Fyrir mitt leiti get ég sagt að það leið dágóður tími þar til ég fór að taka á 133 hestafla bílnum hennar mömmu og svo eru sjálfsagt aðrir hérna sem hafa farið beint upp í bílinn og 'slegið hraðamet vinar síns.'
Hvaða leiðir mynduð þið telja að væru bestar til að fá fólk til að bera virðingu fyrir skirteininu ?
Eins og löggimann sagði þá eru nýjir ökumenn m.a. í Bretlandi (og í Noregi) látnir keyra með L skilti á bílnum, annar staðar er bannað að hafa farþega og svo er líka til að það þurfi sérréttindi á turbo bíla.
Ég veit ekki hvort að þetta sé eitthvað sem einhver lætur stoppa sig. Hver er t.d. munurinn á 200-300 hestafla bíl með og án bínu ? Turbolagg.
Hins vegar má snefjan sem lét taka sig á ~200km/klst á 10unda degi eftir að hann fékk skirteinið éta skít.
Reyndar hugsa ég að það komi ekki útrásarbraut í bráð.... en hvað veit ég
