bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 08. May 2025 21:29

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 51 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next
Author Message
 Post subject: Filmur
PostPosted: Fri 07. Apr 2006 23:11 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 29. Jun 2004 01:11
Posts: 56
Er það bannað með öllu að dekkja fremri hliðarrúður? Heyrði einhversstaðar að mjög ljósar filmur væru í lagi, eða ef það kemur þannig frá verksmiðju...? Er reyndar orðið nokkur ár siðan ég var að kanna þetta og var að spá hvort eitthvað hafi breyst varðandi þetta?

_________________
e90 320i Arctic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. Apr 2006 12:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Nov 2003 22:49
Posts: 7764
Location: Kópavogur
Það er víst bara bannað að líma nokkuð á rúðurnar :?

_________________
BMW E46 318i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. Apr 2006 14:37 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. May 2005 19:39
Posts: 424
Location: Oslo
Skiptir ekki máli hvað þær eru dökkar...

Málið er held ég að þegar þú lendir í árekstri með filmur að framan þá er einhver hætta á að það myndist stór brot eða eitthvað þar sem filman límir saman litlu brotin... eða þetta heyrði ég.

Furðulegt samt þar sem það eru seldar öryggisfilmur í gler oft til þess einmitt að halda rúðunum saman í árekstri.

_________________
Neðanjarðarlestir, sporvagnar og strætisvagnar
BMW E36 '91 318i - Bifreið - R.I.P
Dethleffs Rondo RF3 '98 - Hjólhýsi - Í vetrardvala
CombiCamp 2000 '78 - Tjaldvagn - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 09. Apr 2006 23:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 15:36
Posts: 1739
Location: Kópavogur
Þú mátt vera með glærar filmur að framan, svo er alltaf eitthvað frumvarp sem er "á leið" í gegnum vort þing um að leyfa 25%Skyggingu í hliðarrúður að framan og 5% í framrúðu...en það eru ár síðan það var í umræðu :?

_________________
...Mazda 323F 98'...

S.S.S
"We are all born ignorant, but one must work hard to remain stupid." -Benjamin Franklin


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Apr 2006 01:51 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Tue 03. May 2005 14:55
Posts: 704
Location: Keflavik
eingig er hægt að fá undanþágu vegna sjúkdóms, svo sem mígreni.

_________________
TXIXXPX XXXTXXX X7X

German Disel power :)

E32 735i '91 SELDUR
Black on Black

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Apr 2006 02:24 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
X-ray wrote:
eingig er hægt að fá undanþágu vegna sjúkdóms, svo sem mígreni.


Nei, held að það sé bara myth.........

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Apr 2006 10:16 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 03. Mar 2006 16:21
Posts: 1442
bjahja wrote:
X-ray wrote:
eingig er hægt að fá undanþágu vegna sjúkdóms, svo sem mígreni.


Nei, held að það sé bara myth.........


læknirinn minn vildi meina að þetta væri myth

_________________
Kristján Einar
[url=http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=14304]
BMW 2002 Turbo ´75[/url]

gstuning wrote:
Ég og þú skulum gifta okkur svo ég geti komist á þennan 2002 turbo


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Apr 2006 10:39 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Kristján Einar wrote:
bjahja wrote:
X-ray wrote:
eingig er hægt að fá undanþágu vegna sjúkdóms, svo sem mígreni.


Nei, held að það sé bara myth.........


læknirinn minn vildi meina að þetta væri myth


Myth.
Ég spurði skoðunarpésann að því hvort einhverjar undanþágur væru á þessu rétt áður en hann smellti grænum skoðunarmiða á mig (again), en það er víst ekki.

Afsökunin sem er notuð fyrir því að þetta er bannað er hlægileg. Það verður að vera hægt að brjóta rúðuna ef bíllinn lendir í slysi og það þarf að ná bílstjóranum út hratt og örugglega - ef bíllinn lendir í vatni til dæmis.

Ég spyr þá, eru farþegar afturí annars flokks?
Af hverju má þá ekki setja filmu í framrúðu? Hún er límgler og það er hvort sem er ekki hægt að brjóta hana "hratt og örugglega".

Af hverju stendur ekki bara í reglugerðinni að filmur séu bannaðar því lögreglan verði að sjá inn í bílinn? Undir niðri er það ástæðan fyrir þessu bulli.

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Apr 2006 10:54 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Af því löggan hefur engan rétt að sjá þig inni í þínum bíl, alveg eins og hún má ekki fylgjast með þér heima hjá þér án sérstakrar heimildar.
Friðhelgi einkalífsins.............en það er rétt, þetta er eina ástæðan fyrir því að filmur eru bannaðar í framrúðum.
Ég meina, alvöru filmur nú til dags sem eru ekkert mega dökkar eru ekkert að minnka útsýni úr bílnum.

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Apr 2006 11:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Mér finnst óþægilegt að geta ekki séð hvað ökumenn eru að gera þegar
fremri rúðurn eru skyggðar. Segjum svo að allir væru með þessar rúður
skyggðar, það myndi einfaldlega gera ökumönnum erfiðara fyrir.

Ef fólk kvartar, bara að fá sér sólgleraugu..

Ég er á móti því að leyfa þetta, einfaldlega af ofangreindri ástæðu..

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Apr 2006 11:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
Thrullerinn wrote:

Ef fólk kvartar, bara að fá sér sólgleraugu..




:rofl:

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Apr 2006 19:42 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 11. Jul 2005 18:45
Posts: 494
Location: Reykjavík
Thrullerinn wrote:
Mér finnst óþægilegt að geta ekki séð hvað ökumenn eru að gera þegar
fremri rúðurn eru skyggðar


stratter, hehe :wink:

_________________
Ekki nógu margir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Apr 2006 19:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Mér finnst skyggðar framrúður kúl og mér þykir eiginlega bara mjög skrítið að þetta megi ekki en samt skiljanlegt.

Þá er ég aðallega að tala um þá ástæðu að þetta megi ekki frammí vegna þess að það verði að vera hægt að brjóta glerið ef bíll fer á kaf (eins og sagt hefur verið hér að ofan, hvað með þá farþega sem sitja afturí ?).

Held reyndar að ef maður er með filmur þá eru mun meiri líkur á því að glerið fái eiginleika hnífsblaðs og skeri mann frekar heldur en ef maður er ekki með filmur því þá ætti glerið að perlast. Það er allavega þannig í fram- og afturrúðum.

Mér finnst reyndar líka skiljanlegt ef maður er með skyggðar rúður að framan að löggan myndi stöðva mann oftar... bara því hún myndi ekki alveg vita hvar hún hefði mann.

Bottom line: Nú hef ég ekki prófað að keyra bíl með skyggðum framrúðum en mér þætti nú bara sanngjarnt að fólk myndi ráða þessu sjálft, en að sjálfsögðu væri fáránlegt ef maður væri með fullskyggt frammí.

:twisted: Burt með sendibílalookið. :twisted:

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Apr 2006 20:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Nov 2003 22:49
Posts: 7764
Location: Kópavogur
Ég er með skyggðar hliðarrúður frammí, og ég hef ekki lent í neinu veseni, og þetta hindrar útsýnið ekki neitt, þó að það sé kolniðamyrkur.

_________________
BMW E46 318i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Apr 2006 22:04 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 20. Feb 2006 19:45
Posts: 20
Location: Reykjavík 105
Thrullerinn wrote:
Mér finnst óþægilegt að geta ekki séð hvað ökumenn eru að gera þegar
fremri rúðurn eru skyggðar. Segjum svo að allir væru með þessar rúður
skyggðar, það myndi einfaldlega gera ökumönnum erfiðara fyrir.

Ef fólk kvartar, bara að fá sér sólgleraugu..

Ég er á móti því að leyfa þetta, einfaldlega af ofangreindri ástæðu..


Sammála, þó svo að þetta sé flott.
Líka betra að vita hvort það er einhver heit gella að spyrna við
þig eða fertugur bóndi (N.B. ekki diss á bónda) :D

_________________
Kári Valsson
Volvo 240 GL '86
Daihatsu Karate '93
BMW E28 528iA '87 ->styttist


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 51 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 37 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group