Langaði til að deila svolitlu, ég fór með súkkuna á ónefnt verkstæði fyrir
um tveim vikum til að skipta um hjólalegur að framan.
Þetta gerðist þegar við vorum á leið upp í Húsafell og ég fann að þegar
ég bremsaði þá var eitthvað laust! Þegar ég gaf í og bremsaði, small
eitthvað. Ég bölvaði þessu bara og hélt að stífan eða eitthvað
sambærilegt hefði losnað..
En síðan eftir 2 km. þá byrjuðu þessi þvílíki víbringur, ég hélt fyrst að
væri eftir plóginn sem hafði rutt veginn, þ.e. svona þvottabretti.
Ég hægði bara á ferðinni rólega og stoppaði, hoppaði út og sparkaði í
dekkið, ég fattaði svo að ég hefði í raun ekkert átt að sparka í dekkið
því engin ró var til að halda felgunni! Samt var hún ekki farin af !?!?
Málið er að allir boltarnir höfðu losnað og innstu hringurinn á felgunni hafði
skorðast af á lokunni.
Nú er bara að draga andann og hella sér yfir gaurana á verkstæðinu, því
hefði felgan flogið af á þessum hraða þá hefði ýmislegt geta gerst
Ég rölti einhvern hálfan km. á næsta bæ (Laugavellir) og þar var maður
einn sem reddaði mér öllum verkfærum, meira að segja skutlaðist hann
með mér á bílnum sínum og við redduðum þessu á nokkrum mín.
